Færsluflokkur: Kvikmyndir

Þjóðin fékk gullið tækifæri en brást lýðræðisskyldu sinni að miklu leyti

Þá liggja úrslit kosninganna til Stjórnlagaþings fyrir og nú vitum við hvaða 25 einstaklingar voru valdir. Þar fóru kjósendur eftir frægð manna að mestu leyti og það er ekki út í hött að segja að Egill Helgason geti vel við unað; meirihluti þeirra sem náðu kjöri hafa verið tíðir gestir í Silfri Egils. Ég er einn af þeim 497 sem ekki náðum kjöri og ekki annað að gera en sætta sig við það, bjóst reyndar ekki við að að ég yrði fulltrúi á Stjórnlagþingi, til Þess væri ég ekki nægilega þekktur og hef reyndar aldrei komið í Silfur Egils.

Undirbúningur og úrslit hafa verið nokkuð umdeild eins og við mátti búast. Sumir telja að undirbúningstími hafi verið of stuttur, því er ég algjörlega ósammála, hvers vegna þurfti lengri tíma? Það skýtur nokkuð skökku við hvað margir buðu sig fram og svo þessi dræma þátttaka í kosningunum. Landsbyggðarmenn (ég tilheyri þeim) emja um að aðeins 3 fulltrúar séu af landsbyggðinni og hver ber ábyrgð á því? Landsbyggðarmenn sjálfir og engir aðrir sem notuðu atkvæðisrétt sinn mun verr en íbúar á höfuðborgarsvæðisins. Alverst var þátttakan á mínu heimasvæði, Suðurkjördæmi, þar sem hún náði  aðeins 29,2% enda náði enginn frambjóðandi af svæðinu, og þeir voru ekki margir, kjöri.

En hér að framan skrifaði ég grein um fjórða valdið, fjölmiðlana og komst að þeirri niðurstöðu að þar sé ástandið SKELFILEGT. Ég fékk svo sannarlega sönnun á þessu sterka orði; SKELFILEGT, í aðdraganda Stjórnlagaþings. Morgunblaðið sannaði endanlega að ritstjórnarstefna þess er lituð af annarlegri pólitík, þar situr við stjórnvölinn gamall, uppgefinn og vonsvikinn maður sem hefur þó slíkt hreðjatak á sínum gamla flokki, Sjálfstæðisflokknum, að undrum sætir. Lengi vel var skrifað um kosningarnar til Stjórnlagaþings með háði og spotti, allt að því illgirni, en þegar nær dró fóru fleiri og fleiri Sjálfstæðismenn að vinna gegn kosningaþátttöku. Svo eru þeir grjóthissa á því að, eftir þeirra eigin áliti, eingöngu vinstrimenn hafi náð kjöri sem reyndar er tóm vitleysa og sýnir að þeir eru sárir og reiðir yfir að hafa en einu sinni hlýtt fyrirmælunum frá Hádegismóum.

Það mætti halda að Sjónvarpið væri gengið í Sjálfstæðisflokkinn ef miðað er við framlag þess til kosninganna til Stjórnlagaþings. Svo virðist sem þar sé einnig unnið eftir línunni frá Hádegismóum. Engin kynning á kosningunum eða frambjóðendum og þótt þungt væri lagst á Sigmar stjórnanda Kastljóss að helga síðasta Kastljósinu fyrir kosningar Stjórnlagaþinginu haggaðist hann hvergi; sá Kastljósþáttur fjallaði eingöngu um meint kvennamál Gunnars í krossinum.

Sá prentmiðill sem stóð sig best var tvímælalaust DV. Frammistaða prentmiðla vekur enn og aftur upp þá nöturlegu staðreynd að þessi tvö dagblöð sem gefin eru út á Íslandi eru í höndum og eigu harðsoðinna sérhagsmunaklíkna. Eina ljósið framundan er að báðir eru þessi blöð, Fréttablaðið og Morgunblaðið, á fjárhagslegri heljarþröm og því fyrr sem þau fara fram af brúninni, því meiri möguleiki er að hér verði til heilbrigð dagblöð en ekki dagblöð sem eru leppar eigenda sinna.

"Þjóðin hefur talðað" æptu menn gjarnan á Austurvelli og börðu tunnur af öllum mætti "Viðheimtum kosningar og beint lýðræði" var einnig æpt um leið og eggjunum var kastað.

Þjóðin fékk kosningar og beint lýðræði. 

En þá nennti meirihluti kjósenda ekki á kjörstað, nennti ekki að taka þátt í lýðræðinu.

Ætla menn svo áfram að æpa og öskra "valdið til fólksins"!!!


"Marteinn" með því ömurlegasta sem sést hefur í Sjónvarpinu

Sat heima í gærkvöldi og horfði á sjónvarpið öðru hvoru. Hafði ekki séð fyrsta þáttinn af "Marteini" gamanþætti sem tekinn er skv. amerískum staðli, áhorfendur eru viðstaddir upptökur, í gamanþætti er þá treyst á að ekki þurfi að nota niðursoðin viðbrögð eða hlátur,  það á að eftirláta hverjum og einum áhorfanda að ákveða viðbrögðin.

Það er skemmst frá því að segja að þarna var á ferðinni "gamanleikur" sem var bara alls ekkert gaman að horfa á. Ekki vantaði góða leikkrafta en eins og ég sagði í umfjöllun (og lofi) um "Hamarin", kvikmyndir og sjónvarpsleikrit standa og falla með góðu handriti. Í "Marteini" var reynt að raða saman aulabröndurum og fyrirmyndin var svo amerísk að útidyrnar eru í stofunni, nokkuð sem er óþekkt fyrirbrigði á Íslandi.

 


Sjónvarpið er að verð vonlaus fjölmiðill

Eru þeir sem ráða dagskrá Sjónvarpsins gengnir af göflunum? Ég lagði það á mig í kvöld að horfa á langan þátt um Elísabetu Bretadrottningu dragnast með Pusa mann sinn í heimsókn til Bush og Láru meðan þau bjuggu enn í Hvíta húsinu (en sem betur fer eru þau farin þaðan), Ekki nóg með það að sýndur hafi verið langur þrautleiðinlegur þáttur um breska drottningarslektið heldur stendur það svar á hvítu í dagskrárdálki Morgunblaðsins að það eigi eftir

að koma fimm þættir í viðbót næstu fimm mánudaga!!!

Hverjir hafa ánægju af slíkum þáttum? það væri fróðlegt að þeir gefi sig fram því ég hygg að það verði ekki langur listi.

Í gærkvöldi var að sjálfsögðu bíómynd sunnudagskvöldsins. Þar var tilkynntur til leiks einn af mínum uppáhaldsleikurum, Jeremy Irons. En þrátt fyrir að honum brigði fyrir gafst ég upp enda engin leið að botna hið minnsta í framvindunni. Sjónvarpið hefur haft það fyrir reglu að sýna furðulegar eða sorglegar myndir á sunnudagskvöldum. Margir eru haldnir verkkvíða fyrir komandi vinnuviku, væri ekki rétt að hressa fólk við á sunnudagskvöldum með hressilegum og skemmtilegum myndum.

En það væri ekki réttlátt að minnast ekki á einstaka góða þætti. Þættirnir um sólkerfi okkar og sérdeilis um jörðina eru stuttir, hnitmiðaðir og fróðlegir.

En aftur í það neikvæða. Hverjir hafa áhuga á Dönum sem elta uppi aðra Dani víðsvegar um veröldina og láta líta út sem þeir komi á óvart með sjaldséðan ættingja. Dapurleg amerísk fyrirmynd.

 

 


Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 113832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband