Skæruliði sestur í Ríkisstjórn í annað sinn

Þessi tilraun, að vingast við skæruliða með því að bjóða honum til stofu, er dæmd til að mistakast. Ögmundur Jónasson er eitt allsherjar "ég, um mig, frá mér, til mín" maður sem hófst til áhrifa sem formaður BSRB, samtaka þar sem hann varð algjör einræðisherra, nokkuð sem var óhollt fyrir hans stóra egó. Guðrún Helgadóttir, fyrrum alþingismaður og forseti Alþingis, ber alla ábyrgð á því að Ögmundur varð þingmaður Alþýðubandalagsins, vann  ætíð sem minnihlutamaður á Alþingi, það var hans staður, annað getur hann ekki.

Ég segi enn og aftur; þetta er dæmt til að mistakast að reyna að berja í brestina með því að lúta skæruliðanum og hans herflokki.  Ögmundur er ekki eini skæruliðinn sem er innan  borgarhliðsins, þar situr einnig erkiíhaldið Jón Bjarnason. Vera hans og framkoma í Ríkisstjórninni hefði átt að sýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að þetta bragð, að taka Ögmund í Ríkistjórnina, getur engu breytt til batnaðar.

Hvernig hagaði Jón Bjarnason sér þó hann væri ráðherra í Ríkisstjórninni?

Jón Bjarnason gekk á mála hjá einræðisherra Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins. Lét birta forsíðuviðtal við sig í Morgunblaðinu þar sem hann fór með ósannindi og dylgjur um það út á hvað viðræðurnar við Evrópusambandið gengju. Þeir vissu það báðir, Jón og Davíð, að allt það sem Jón sagði efnislega um viðræðurnar var þvættingur og ég  nota ekki sterkara orð en ósannindi og skrumskæling um máflutning Jóns.

Ætti þetta ekki að sýna að það er engin trygging á því að ráðherrar sýni Ríkisstjórninni hollustu og séu heiðarlegir í sínum störfum þó þeir séu ráðherrar? Dettur nokkrum manni það í hug annað en þannig, eins og Jón,  muni Ögmundur Jónasson starfa?

Þetta er fullreynt, Vinstri grænir eru ekki samstarfshæfir í Ríkisstjórn. Kaldhæðnin er sú að minnihlutinn á Alþingi hefur ekkert að bjóða annað en þras og upphrópanir. Ef þessi Ríkisstjórn segir af sér er ekkert annað framundan, ef mynda á nýja Ríkisstjórn, en að Vinstri grænir og núverandi stjórnarandstaða myndi þá stjórn. Dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur!

Það var dapurlegt að hlusta á foringja stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær. Allt við það sama, gamla þrasið og bullið um að allt sé ómögulegt, hvergi örlaði á jákvæðum málflutningi.

Eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar stoltir af foringjum sínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er stuðningsmaður stjórnarinnar en ég viðurkenni að að mér sækir þreyta yfir þessu samstarfi, sem er að því er virðist ein samfelld þrautarganga. Það vantar ekki að Jóhanna og Steingrímur hafi vilja til góðra verka en þau skortir afl, því það mæta ekki allir til leiks af fullum heilindum.

Það hefur stundum hvarflað að mér hvort ekki væri skást að stjórnarandstaðan tæki einfaldlega við stjórnataumunum, en aðeins augnablik því stjórnarandstaðan er gersamlega liðónýtt lið. Það er sorglegt að þetta stjórnarsamstarf hangi aðeins á því að ekkert skárra er í boði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.9.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Elle_

Það er óréttlátt að kalla Ögmund skæruliða, nema það sé í jákvæðri meiningu.  Ögmundur er einn af fáum með nokkuð vit í ríkisstjórnarflokkunum. 

Elle_, 3.9.2010 kl. 21:21

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Skæruliði, einræðisherra, egóisti, erkiíhald, ósannindi, dylgjur, þvættingur, ósannindi, skrumskæling, þras og bull.

Já, það vantar ekki gífuryrðin, sem oft eru fylgifiskur málefnafátæktar.

Haraldur Hansson, 3.9.2010 kl. 22:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sú staða er uppi núna, eins og sjá má af innleggi Elle Ericsson, að svartasta íhald og argasta afturhald geta jafnvel átt afkvæmi saman, liggi mikið við.  

Íhaldið í vestrinu og afturhaldið í Moskvu lofsungu hvort annað og lágu þétt saman meðan Hitler var þeirra sameiginlega áhuga mál. Framhald þess ástarsambands þarf ekki að rekja.

Hætt er við að afturendinn á Ögmundi verði ekki lengur miðpunktur alheimsins hjá Elle & Co þegar þokkaparinu hefur tekist að sprengja ríkisstjórnina, sem er þeirra skilgetna afkvæmi.

Þá verður Ömmi bara venjulegur, áhrifa- og valdalaus "kommasklítur" aftur, í boði íhaldsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Haraldur, ég er sammála þér í því að það á ekki að nota orð á blogginu nema að á bak við þau séu skoðanir sem viðkomandi stendur við og staðreyndir. Þú stundar þann leik, sem margir óvandaðir menn hafa iðkað, að slíta orð úr samhengi til að reyna að klekkja á viðmælandanum. Bak við hvert orð í mínu bloggi er mitt álit og staðreyndir. Svo ég taki dæmi þá er það staðreynd að Jón Bjarnason fór með ósannindi og þvætting í drottningaviðtali Davíðs Oddssonar við hann á forsíðu Morgunblaðsins.

Ég hef hins vegar ekki séð þig bregðast við því að Jóhana Sigurðardóttir forsætisráðherra er sífellt svívirt af ákveðnum bloggurum, þá virðist þú vera ánægður með innihaldslausan róg og illmælgi. 

Væri þú ekki maður að meiri ef þú tækir þátt í skörpum skoðanaskiptum með þínum skoðunum og rökum.

Þín málefnafátækt er ef til vill of mikil til að þú sért fær um það.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.9.2010 kl. 11:16

6 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll Sigurður Grétar.

Því fer fjarri að ég sé "ánægður með innihaldslausan róg og illmælgi" og gildir þá einu hver á í hlut. Það er nefnilega þannig að ljótt orðbragð og vondur málstaður eiga oft samleið. T.d. hafði ég mestu skömm á orðljótum bloggara fyrir síðustu kosningar (Þór Jóhannesson minnir mig að hann heiti) þó að hann væri harður stuðningsmaður Vg, sem ég kaus líka. Það er sama hvaðan vont kemur, það er vont.

Í færslunni gagnrýnir þú, nokkuð harkalega, þrjá menn. Ögmund Jónasson, Davíð Oddsson og Jón Bjarnason. Sjálfur hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn í þingkosningum og er enginn stuðningsmaður Davíðs. Og ekki er ég sáttur við tollaæfingar Jóns og enginn sérlegur fylgismaður hans. En ég trú því (ennþá) að Ögmundur sé ærlegur prinsippmaður.

Þeir sem tala um "órólegu deildina" eru í raun, meðvitað eður ei, að tala fyrir þeim gildum sem Rannsóknarnefnd Alþings gagnrýnir í skýrslu sinni, sem er hjarðhegðun. Mæli með helgarviðtali Mogga við Evu Joly í þessu samhengi.

Um ósannindi og dylgjur:
Það sem þú sakar Jón Bjarnason um er af sama toga og gagnrýni þín á Vilborgu G Hansen og það sem hún segir í færslu sinni. Samt er hún að birta ORÐRÉTTAN texta úr þessu plaggi ásamt íslenskri þýðingu. Textinn er ritaður af Ollie Rehn, fyrrum stækkunarstjóra ESB og gefinn út af Framkvæmdastjórn ESB þar sem Rehn á enn sæti.

Ef ekki á að trúa opinberum, skjalfestum upplýsingum Framkvæmdastjórnar ESB, hverju á maður þá að trúa? Í það minnsta er ekki hægt að saka fólk um ósannindi og dylgjur sem tekur textann alvarlega, jafnvel þótt þú kunnir að leggja í hann annan skilning eða vera á annarri skoðun, eins og t.d. Össur Skarphéðinsson.

Eða, til að umorða þetta ...

Hvorum skal frekar trúa: Ollie Rehn, kommissar í Brussel á sínu öðru kjörtímabili, sem skrifar í formlegu umboði Framkvæmdastjórnarinnar. Eða Össuri Skarphéðinssyni, sem bæði Stefan Fuhler og utanríkisráðherra Belgíu þurftu að stoppa og leiðrétta í tvígang á fréttamannafundi í Brussel?

Haraldur Hansson, 4.9.2010 kl. 15:18

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Eins konar PS:
Skrif þín urðu mér efni í fyrirsögn á þessa færslu, þótt hún sé annars eðlis. Það eru vangaveltur um hjarðhegðun og pólitíska sannfæringu. Einkum með hliðsjón af alvarlegum athugasemdum Rannsóknarnefndar Alþingis við "húsbóndavald" í íslenskum stjórnmálum.

Haraldur Hansson, 4.9.2010 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 113832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband