Ótrúlegt hve illa Alþingi heldur á málum t. d. með ákærum á níumenningana

Ég fylgdist með atkvæðagreiðslunni á Alþingi þegar Icesave frumvarpið var afgreitt endanlega. Sem gamall ungmennafélagi, þar sem ég og margir fleiri fengum okkar félagslega uppeldi, fann ég fyrir talsverðum ónotum við forsetastörf Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Mörgum finnst það eflaust fáránlegt að gagnrýna forseta þingsins fyrir hvernig hann skýrir frá úrslitum atkvæðagreiðslu. Í mínu ungdæmi hefði það þótt brot á fundarsköpum að segja að mál hefði verið fellt með 33 atkv.gegn 30. Sú var tíðin að "með" þýddi fortakslaust hve margir greiddu atkvæði með máli, "gegn" þýddi hve margir voru á móti. Þess vegna bar forseta að tilkynna að málið hafi verið fellt með 30 atkv. gegn 33.

Eru reglur og hefðir einskisvirði?

Þetta er nokkuð sama og kemur út úr íþróttafréttamönnum sem rugla þessum hugtökum endalaust saman, ég hef ekki orku til að fara að ræða frekar um þá stétt manna.

En aftur að því sem gerist bak við tjöldin á Alþingi.

Tölva finnst á afviknum stað, tölva sem er virk og tengd inn á tölvukerfi Alþingis. Meðferð starfsmanna og stjórnenda Alþingis á þessu máli er með eindæmum. Tölvunni kippt úr samband án þess að sérfróðir menn séu kallaðir til og síðan er reynt að fara eins leynt með málið og mögulegt er.

Níumenningarnir sem voru með uppsteyt á áheyrendapöllum Alþingis eru ákærðir fyrir uppreisn, að þeir hafi ætlað að kollvarpa Alþingi, við því kann að liggja allt að 16 ára fangelsi. Samúð mín með þessum angurgöpum, sem virðast ekki þurfa að vinna fyrir mat sínum, er ákaflega takmörkuð og ekkert að því að þeir fái áminningu fyrir sitt framferði. En að leggja fram ákæru um að þarna hafi verið á ferðinni gjörð til að kollvarpa valdi Alþingis er aldeilis fráleitt. Að Lára Júlíusdóttir skuli láta draga sig út í að vera saksóknari á þessum grundvelli er fáránlegt og ég hélt að hún væri hæfari í lögfræðinni en svo. Sem betur fer var öllum þessum máltilbúnaði um valdarán hent af dómaranum út í hafsauga en fjórir fengu létta dóma en dóma sem þeir verða að bera. Fáránleikinn í máltilbúnaði Alþingis og saksóknarans hefur gert þetta upphlaupslið að píslarvottum. Það hlægilega í öllu málinu er, ef hægt er að tala um eitthvað hlægilegt, er að í þingsölum situr maður í ráðherrastóli sem afrekaði nákvæmlega sama brotið í sínum unggæðingshætti, að ráðast inn á áheyrendapalla og trufla störf Alþingis.

Engum datt í huga að ákæra hann fyrir óspektir og því síður fyrir tilraun til valdaráns.

Nú höfum við Forseta í lýðveldinu sem gjarnan vill afla sér stuðningsmanna í væntanlegum forsetakosningum að ári. Ég legg til að hann náði þessa fjóra af níumenningunum sem fengu dóma í undirrétti.

Er það ekki hægt, er ekki hægt fyrir forsetann að náða þá sem dóma hafa hlotið?

Varla hafa handhafar forsetans meiri völd en forsetinn sjálfur eða hvað? En voru það ekki þeir þrír, handhafar forsetavalds, sem notuðu tækifærið til að veita Árna Johnsen flokksbróður sínum úr Sjálfstæðisflokknum uppreisn æru þegar Forseti lýðveldisins var kominn enn einu sinnu upp í flugvél til að fara út í heim með útrásarvíkingum bankanna til að votta í útlöndum hve ótrúlega miklir hæfileikamenn væru þar á ferð.

Og þannig gat Árni Johnsen farið aftur í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi og  þar sópaði hann að sér slíku fylgi að senda varð á vettvang kjarnakonu til að taka efsta sæti D listans. Annars hefði Árni orðið efstur og krafist ráðherraembættis ef flokkur hans kæmist í stjórnaðstöðu.

Ekki vafi á að þá hefði Árni Johnsen gert kröfu um að fá embætti dómsmalaráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband