Þórhallur fer vel af stað með framtíðarþátt sinn um Ísland í Sjónvarpinu, en fyrsti þátturinn var helmingi of langur

Ég held að þessi t Þórhalls lofi nokkuð góðu. En Þórhallur þarf að muna það að þessir umræðuþættir mega ekki vera of háfleygir og á mannamáli. Það tekur nokkuð á að fylgjast með umræðu um félags- og framfærslumáleins eins og annað sem þar bar á góma. Þess vegna átti Þórhallur að efna til umræðu um heilbrigðismálin í örðum þætti, þarna var allt of mikið efni sett fram í einu og ég óttast að það hafi í för með sér að áheyrandi/áhorfandi nái ekki að fanga allt sem þar kemur fram.

Eðlilega urðu miklar umræður um kjör öryrkja og einnig um kjör einstæðra foreldra sem í flestum tilfellum eru konur, þær sjá oftast um börnin eftir skilnað og sumar hafa misst maka sinn, en einstæðir feður eru einnig til. Það sem mér fannst athyglisverðast í umræðunni var sú hugmynd um að snúa mati á öryrkjum við, meta þá út frá færni en út frá vöntun á færni. Einnig að það gengur ekki lengur að flokka ákveðna þjóðfélagshópa eftir einu og sama lögmálinu, þarna er hópur sem er eins misjafn og aðrir hópar þjóðfélagsins að möguleikum og aðstöðu. Þarna þarf að skoða mál sérhvers einstaklings, þá kann að koma í ljós að sá hópur sem býr við hreina neyð er ekki eins stór og ætla mætti.

Það var nánast ekkert minnst á eldri borgar í þessum þætti frekar en annarstaðar í þjóðfélaginu. Aðeins Stefán Ólafsson ræddi um eldri borgara í sínu innslagi og benti einnig á að þar þyrfti að endurskipuleggja það flókna kerfi lífeyris sem klambrað hefur verið saman. Eldri borgarar eru ekki einsleitur hópur, þar er mannflóran mjög fjölbreytt. Þar eru margir sem ekki eiga til hnífs og skeiðar en þar er sem betur fer allgóður hópur sem á eignir og hefur góðar tekjur, þarna er ekki síðri þörf á að skoða mál einstakslingins, ég held að það sé engan veginn eins mikið verk og ætla mætti.

Enn og aftur segi ég að ég hef aldrei skilið þá gjörð Árna Páls flokksbróður míns, þáverandi félagsmálaráðherra, þegar hann lækkaði frítekjumark eldri borgara úr 1.300.200 kr niður í 480.000 á ári, fyrr mátti nú rota en dauðrota. Hvað halda ráðmenn að Ríkið græði á þessari gjörð? Ekki nokkurn skapaðan hlut en þetta sviptir margan mann möguleikanum á að afla sér nokkurra aukatekna og án vafa safnar það nokkrum krónum í skattpeningum í kassa ríkisins. Það ætti Árni Pál og aðrir unggæðingar að vita að ekkert er eins gefandi og gefa öldruðum kost á að vera á vinnumarkaði eins lengi og kostur er og miðla sérþekkingu sinni til samborgaranna.

Það þýðir lítið að segja við hálf áttræðan mann að þetta verði leiðrétt eftir tíu ár eða svo. 

Veit Árni Páll hvert á að senda leiðréttinguna til mín, á húna að fara í körina, eða þá upp eða niður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Samfylkinginn er að nota RÚV sem áróðursmiðil fyrir sig. Þeir borga fyrir svona þáttagerð og RUV-arar kokgleypa agnið og fara af stað með "þátt" um allt það góða sem SF ætlar að gera (og vill eflaust gera) en hefur gjörsamlega mistekist með (sbr. þín eigin skrif: "Enn og aftur segi ég að ég hef aldrei skilið þá gjörð Árna Páls flokksbróður míns, þáverandi félagsmálaráðherra, þegar hann lækkaði frítekjumark eldri borgara úr 1.300.200 kr niður í 480.000 á ári, fyrr mátti nú rota en dauðrota." Þetta eru gjörðir Norrænna VELFERÐAR-flokksins (Samfylkingarinnar).

Að eyða skattfé almennings í svona lagað er vægast sagt hallærislegt. Álíka hallærislegt og þegar Páll Magnússon ætlaði að eyða 90 milljónum í HM í handbolta.

En þó; fólk getur kannski séð í þessum þáttum, hvernig við gætum haft það hérna á Íslandi, ef við værum EKKI með Samfylkinguna í stjórn.

Dexter Morgan, 26.2.2011 kl. 20:09

2 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Sammála þér Sigurður þessi þáttur hans Þóhalls lofar góðu, einn skemmtilegasti og áhugaverðast þáttur sem ég hef séð lengi. Bíð spennt eftir framhaldinu   

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 27.2.2011 kl. 21:23

3 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Dexter, óskandi að þú sért ekki að fela þig á bak við gervinafn, hefurðu ekki kjark til að koma framundir þínu eigin nafni?

É ætla ekki að hafa mitt svar langt, það væri tímasóun. Allt sem þú segir er nákvæmlega í þeim stíl sem eyðileggur alla þjóðfélagsumræðu hér á landi. Þú er fastur í hjólförum haturs og lágkúru, ég skora á þig að breyta þínum hugsunarhætti, það er höfuð nauðsyn að sem flestir hætti að liggja í svaðinu.

Ragnhildur, þakka þér fyir góða kveðju.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 28.2.2011 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 113821

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband