Færsluflokkur: Heimspeki

Mikill skellur fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Satt best að segja trúði ég vart mínum eigin augum þegar fyrst fregnir  úr þjóðaratkvæðinu birtust í gærkvöldi. Ég hélt að ofurvald Sjálfstæðisflokksins á sínum fylgismönnum og félögum væri slíkt að þeir mundu flykkjast á á kjörstaði og greiða NEI við öllu á kjörseðlinum nema auðvitað um þjókirkjuna.

En annað kom í ljós.

Það var áhugavert að fylgjast með  beygðum Bjarna Benedikssyni í Silfri Egils í dag, honum var sannarlega brugðið. Sjálfstæðisflokkurinn lét fyrst það boð út ganga hans fólk skyldi hundsa kosningarar en sá svo sit óvænna; skipti um gír og skipaði sínu fólki að mæta á kjörstað og krossa við NEI (nema að sjáldsögðu við spurnningunni um þjóðkirkjuna.

Ég horfði líka á þá sem komu til Egils á eftir stjórnmálaforingjunum. Þar gekk Jón Magnússon fram af mér, hann fullyrti að ALLIR fjölmiðlar hefðu rekið einhliða áróður fyrir því að kjósendur styddu tillögur Stjórnmálaráðs og koms upp með þann málflutning, hvorki Egill né aðrir þátttakendur gerðu athugasemd við þennan fráleita málflutning. Ég sé Morgunblaðið sjaldan en ef svo ber undir þá sé ég einhliða málflutning Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og bendi ég þar á greinar eftir Ólöfu Nordal og Einar Guðfinnsson. Í einni geininnu stóð "Ríkisstjórnin mun senda þjóðina aftur í myrkur 18. aldar verði þessar tillögur smþykktar"  og "Afnema kristni sem opinbera trú á Íslandi". 

Og nú er lögfræðingurinn Jon Magnússon búinn að reikna út hér á blogginu að tillögur Stjórnlagaráðs hafi verið kofelldar í kosningunum í gær!!!

Það vantar ekki neitt upp á skaulegan málflutning fylgsmanna Sjálfstæðisflokksins.

 

 


UPPKOSNING, hverskonar orðskrípi er þetta?

Það er með ólíkindum hvernig orðskrípi og orðaleppar allskonar eiga auðvelt með að ná útbreiðslu með leifturhraða. Þeir sem þar vinna að útbreiðslunni eru í fyrsta lagi fjölmiðlamenn og á eftir þeim skríða stjórnmálamenn. Sú mikla umræða sem orðið hefur um hinn fráleit úrskurð Hæstaréttar að kosningarnar til Stjórnlagaþings væru ógildar hafa eðlilega kallað á ýmsar hugmyndir um hvernig við skuli bregðast. Helst var rætt um að Alþingi veldi þá 25 sem kosnir voru að öllu leyti löglegri kosningu til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá. Önnur hugmynd var að endurkjósa, þar yrðu sömu einstaklingar í framboði og við fyrri kosningarnar nema þeir sem hugsanlega mundu draga sig til baka .

En skyndilega var orðið ENDURKOSNING ekki nógu gott og einhver lukkuriddari í útvarpi  fór að tuða um þetta sama undir heitinu UPPKOSNING. Og það var ekki að sökum að spyrja frekar en í fjósinu hjá kúnum, þegar einni varð mál þurftu allar að míga. 

Og nú "míga" allir fjölmiðlamenn og stjórnmálamenn orðinu UPPKOSNING út úr sér.

Er þetta orðskrípi til bóta.


Ástráður Haraldsson var geysilega rökfastur í Kastljósi í gærkvöldi

Eins og venjulega setur Helgi Seljan sig í stellingar saksóknara (svona eins og við sjáum þá í Bandarískum hasarmyndum) þegar hann heldur að nú sé fórnarlamb komið á sakabekkinn. En Ástráður Haraldsson fráfarandi formaður Landskjörstjórnar tók forystuna í þeirra átökum fyrir "réttinum" og satt að segja varð ég mjög með að þrautreyndur lögmaður flutti af sannfæringu þau rök sem ég hef áður sett fram um að Hæstiréttur hafi með úrskurði sínum túlkað lögin eftir strangasta bókstaf en algjörlega horft framhjá anda laganna og þar höfðaði Ástráður til þeirra laga og hefða sem hérlendis hafa gilt um kosningar almennt. Enn og aftur vil ég leiðrétta sjálfan mig og fjölmarga aðra; Hæstiréttur kvað ekki upp dóm heldur úrskurð og það bar honum að gera samkvæmt lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings, honum hafði verið falið það illu heilli. Þarna tókust ekki á sækjendur né verjendur, sexmenningarnir hlustuðu ekki á neina nema hver á annan og nú skilaði Jón Steinar ekki sératkvæði enda var enginn í sakleysi sínu að opna útidyr með haglabyssu af því hann vildi endilega ná tali af húsráðanda.

En fullvissan um að Hæstiréttur hafi alltaf rétt fyrir sér birtist víða. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fer mikinn á vísi.is en þar er hann fastur pistlahöfundur. Ég rakst á pistil hans og þar segir hann m. a:

Þegar almennar kosningar eru dæmdar ógildar af sjálfum Hæstarétti landsins jafngildir það yfirlýsingu um að viðkomandi þjóð sé fákunnandi um lýðræði.

Hvernig rithöfundurinn kemst að þessari niðurstöðu er mér hulið. Kosningarnar voru engan veginn "dæmdar" ógildar heldur "úrskurðaðar" ógildar og á þessu er reginmunur. Það sem brást í kosningunum til Stjórnlagaþings var aðallega tvennt. Alþingi vann sitt löggjafarstarf ekki nógu vel þegar lögin um kosningarnar voru sett. Það var enginn vandi að girða fyrir það að dómarar, sem áttu að úrskurða um lögmæti kosninganna, gætu ekki fundið króka til að kveða upp hlutdrægan og pólitískan úrskurð og ég hef ekki heyrt betri rökstuðning fyrir því en hjá Ástráði Haraldssyni lögfræðingi í gærkvöldi. Hið síðara var að kjósendur brugðust og þá fyrst og fremst sjálfum sér. Krafan um beint og milliliðalaust lýðræði hefur verið hávær frá Hruninu í okt. 2008. Þeir eru eflaust fáir ofar moldu sem  fengu tækifærið í lýðveldiskosningunum 1944. Þegar á reyndi lögðu 2/3 hlutar kjósenda ekki á sig að taka þátt, stór huti af þeim reknir til heimasetu af Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni.

Guðmundur Andri sagði margt fleira í þeim pistli hans sem ég hef minnst á og vitnað í. Guðmundi Andra yrði fagnað ef hann sækti um aðild að Sjálfstæðisflokknum, hann þyrfti ekki að útfylla umsókn, pistillinn yrð tvímælalasut tekinn gildur til inngöngu í flokkinn í Valhöll. 

 

 





 

 


Hæstiréttur ógildir kosningar til Stjórnlagaþings með pólitískum dómi

Þetta eru mikil tíðindi og koma vissulega á óvart. Hér hefur Hæstiréttur kveðið upp pólitískan dóm eins og hann sé pantaður úr Valhöll enda ríkir þar mikil Þórðargleði. Þar fer fremstur hinn nýi varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal. Reynsluleysi hennar á hinum pólitíska vettvangi kemur æ meir í ljós og engu líkara en að hennar eina og sanna fyrirmynd sé reyndar ekki í Sjálfstæðisflokknum, Vigdís Hauksdóttir heitir fyrirmyndin sem er búin að slá öll met í ofstæki og innihaldslausum glamuryrðum.

En hvernig dirfist ég að gagnrýna Hæstarétt? Er hann ekki yfir alla gagnrýni hafinn?

Því hafna ég alfarið og endurtek: dómur Hæstaréttar um ógildingu kosninga til Stjórnlagaþings er pólitískur dómur, til þess gerður að styðja íslenskan stjórnmálaflokk, Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur barist með öllum meðulum gegn Stjórnlagaþinginu og verkefni þess, að skipan yfirstjórnanda flokksins Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins, enda hefur Morgunblaðinu verið stanslaust beitt gegn þessu merka átaki að kjósa til Stjórnlagaþing.

En nú er líklega farið að fjúka í marga (vonandi) og ég skal ekki víkjast undan því að rökstyðja það að dómur Hæstaréttar sé fráleitur og hlutdrægur. Dómstólar eiga að vinna eftir gildandi lögum á tvennan hátt: a) gildandi lagabókstaf b) anda gildandi laga. Þarna er sá gullni meðalvegur sem hver dómstóll verður að feta. Í þessum dómi Hæstaréttar er hver smuga fundin til að fara eftir lagabókstafnum en ekki í neinu hirt um að fara eftir anda laganna. Reyndar hefur sá merki lagaprófessor Eiríkur Tómasson bent á (um leið og hann dregur dóm Hæstaréttar í efa) að ef skírskotunin í lög um Alþingiskosningar hefðu ekki verið í lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings hefði Hæstiréttur ekki getað notað þær smugur sem hann fann til að ógilda lögin.

Þá hefði ekki verið hægt að gera athugasemd við pappaveggina, ekki við kjörseðlana, ekki við kjörkassana eða annað sem Hæstiréttur tíndi til.

Núverandi dómarar við Hæstarétt eru nánast alfarið afsprengi Sjálfstæðisflokksins og skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sá lærdómur af þessum hlutdræga dómi er ekki sístur sá að skipun þeirra sem eru þriðja valdið, dómara, verður að breyta og það strax.  

Og mörgum Sjálfstæðismönnum rennur blóðið til skyldunnar og réttlæta þennan fráleita dóm og réttlæta ekki síður baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn kjöri Sjórnlagaþings og að það fái það verkefni að semja Íslandi nýja Stjórnarskrá.

Í Féttablaðinu í dag (laugard. 29. jan) horfir Þorsteinn Pálsson af sínum Kögunarhóli sem jafnan og þar er þessi makalausa setning:

Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar að Alþingi risi undir þessari skyldu sjálft. Það hefði getað tryggt skjótvirkari framgang þeirra stjórnarskrárbreytinga sem kallað er eftir.

Hvar hefur Þorsteinn Pálsson alið manninn eftir að hann sleit barnsskónum? Veit fyrrverandi forsætisráðherra ekki að þetta hefur verið verkefni Aþingis í nær 56 ár eða allt frá því lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944?

Og hver er árangurinn, það ætti Þorsteinn Pálsson að vita mæta vel, árangurinn er enginn! Þrátt fyrir að starfað hafi árum saman Stjórnarskrárnefndir kjörnar af Alþingi, oftast nær undir formennsku Sjálfstæðismanna.

Kosningarnar til að velja fulltrúa á Stjórnlagaþinng var nýjung, það var engan veginn hægt að styðjast við þau lög um kosningar sem gilda í landinu. Þess vegna voru sett sérstök lög um þessar kosningar og þar voru gerð mistök, að vísa í lög um Alþingiskosningar. Enginn hefur efað að kosningarnar fór rétt og skipulega fram, engin efar að þeir 25 fulltrúar sem kjörnir voru voru rétt kjörnir, engum hefur hugkvæmst að eitthvað óheiðarlegt hafi verið við kosningarnar.

Þes vegna átti Sjálfstæðsiflokkurin enga aðra leið færa til að eyðileggja þetta merka framtak en kalla eftir flokkshollustu þeirra sem hann hefur skipað í æðsta dómstól þjóðarinnar, Hæstarétt.


Það er stutt að fara frá Pontíusi til Pílatusar

Sandgerðingur einn kvartaði sáran á bloggi Víkurfrétta yfir þeim móttökum sem hann og fjölskylda hans fékk í Bláa lóninu.

picture_3_1052200.pngÞetta er ekki í fyrsta sinn sem það sést á prenti að menn kvarta yfir því að þeir séu "sendir frá Pontíusi til Pílatusar".

 Eina bótin er þó sú að það er ekki langt á milli Pontíusar og Pílatusar því þetta er einn og sami persónuleikinn, einn af persónum Biblíunnar, Rómverji sem aldrei slíku vant uppfyllti kröfu Gyðinga og dæmdi Jesú til dauða.

Í mínu ungdæmi voru menn svo velupplýstir í Biblíunni að menn fóru rétt með það sem þar er sagt að frelsarinn sjálfur hefði verið sendur frá Pontíusi til Heródesar en þannig minnir mig að ég hafi lært þetta í biblíusögunum í Barnaskólanum í Þykkvabænum. Hver veit nema ég fari að lesa Biblíuna (en ég á enga slíka bók á íslensku) til að rifja upp og sannreyna hvort Gamla testamentið er slík sorabók sem mig minnir. Þar frömdu menn morð og sifjaspell, framseldu  dætur sínar til næturgamans fjölmennum hópum karla vegna þess að þær voru hreinar meyjar, allt að undirlagi guðs, sá sami guð hikaði ekki við að steikja íbúa heilla borga eða drekkja fjölmennum herdeildum ef þær voru eitthvað að ybbast upp á guðs útvöldu þjóð, Gyðinga. Svo segjast margir kristnir menn að þeir trúi hverju orði sem í Biblíunni stendur! Lifa þeir samkvæmt slíkum "orðum".

Jón Valur, þú ert ef til reiðubúinn með einhverjar athugasemdir við það sem ég segi að ofan.

 

 


Söm er þeirra gjörðin stórveldanna tveggja, Kína g Bandaríkjanna

Friðarverðlaun Nóbels voru að venju afhent í Osló 10. des. Að vísu ætti að vera búiðað nefna þessi verðlaun nýju nafni, þau eru miklu fremur frelsisverðlaun en friðarverðlaun. Í ár var reisn yfir norsku Nóbelsverðlaunanefndinni undir forystu Thorbjörn Jagland, meiri reisn en árið 2009 þegar nefndin sleikti sig upp við Obama bandaríkjaforseta öllum til undrunar, ekki síst Obama sjálfum.

Nú var það kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo sem verðlaunin hlaut, maður sem nú situr í fangelsi einhversstaðar í Kína fyrir að hafa barist fyrir pólitísku frelsi í sínu stóra heimalandi. Kínversk stjórnvöld eru æf yfir verðlaunaveitingunni og höfðu í hótunum gegn öllum þeim ríkjum sem voguðu sér að senda fulltrúa á verðlaunaafhendinguna, sem betur fer hundsuðu flestar ríkisstjórnir þessar hótanir, það gerðum við hérlendis einnig.

Einhvern tíma mun sú stund renna upp vonandi að Liu Xiaobo fái uppreisn æru og auði stóllin með verðlaunaskjalinu verði Kínverjum til ævarandi skammar. Sú stund rennur upp vonandi sem fyrst að Liu Xiaobo fái að sýna sömu reisn í sínu ættlandi og Selson Mandela í Suður-Afríku. Það tókst að knésetja það alræðisríki og frelsa Nelson Mandela úr 29 ára prísund. En nú upplifum við að það er verið að kyrkja þjóð, þjóð Palestínumanna. Sú þjóð er eins og fugl sem óargadýrið Ísrael heldur kverkataki á og er hægt og bítandi að kvelja úr líftóruna. Ekki er annað að sjá en fasistaríkinu muni takast sitt ætlunarverk.

En það eru ekki aðeins meintir íslamskir hryðjuverkamenn sem Bandaríska leyniþjónustan lætur leita uppi til að myrða. Bandríkjamenn hafa fengið nýjan óvin, vefinn Wikileaks og þó sérdeilis aðalhöfund síðunnar og stjórnanda, Julian Assange. Flestir eru sammála um það, sem skoða mál af sanngirni, að á Wikileaks hafi aðeins birst sérdeilis krassandi upplýsingar, aðallega frá stjórnsýslu Bandríkjanna, ekki síst frá sendiráðum stórveldisins. Enginn sakar Wikileaks fyrir að hafa brotist inn og stolið gögnum, einhverjir innanbúðarmenn í stjórnsýslu stórveldisins ofbýður margt sem þar gerist og vilja koma því fyrir sjónir almennings. Stjórnendur Wikileaks, hvort sem þeir heita Júlían eða Hrafn hafa engin lög brotið. Samt hefur málmetandi fólk (ef þannig má til orða taka) krafist þess að hryðjuverkamorðingjar verði sendir út af örkinni og linni ekki ferðinni fyrr en Julian AssAssange hefur af lífi verið tekinn. Þar fer fremst í flokki fyrrum frambjóðandi til varaforsetaembættis Bandaríkjanna, repubikaninn Sara Palin og marga fleiri má þar nefna.

Hjá þessum stórveldum er krafan sú sama og aðferðirnar þær sömu. Einstaklingar sem lýsa sannfæringu sinni eða koma óþægilegum upplýsingum á framfæri til almenning, svo sem myndbandi af því þegar þyrluhermenn bandarískir strádrepa saklausa borgara í Bagdad, skulu réttdræpir. Þó eru Kínverjar ögn skárri, þeir láta fangelsin nægja sem er þó nógu  viðbjóðslegt til að hefta skoðanafrelsið en Bandríkjamenn vilja gera út leigumorðingja sína til að drepa þá sem setja óþægilegar upplýsingar á netið.

Söm er þeirra gjörðin stórveldanna tveggja, Kína g Bandaríkjanna!


Lokaorð vegna Stjórnlagaþings

Aðeins tveir dagar til kjördags þegar við öll fáum það einstaka tækifæri til að kjósa beint 25 fulltrúa sem fá það hlutverk að rita nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Öruggt að við þessi eldri fáum ekki slíkt tækifæri aftur, jafnvel ekki sú kynslóð sem hefur kosningarétt í dag.

Fyrir það fyrsta þá bendi ég þeim sem vilja enn kynna sér svolítinn boðskap og hvatningu frá okkur frambjóðendum að fara á:

kjostu.org

Þar eru góðar leiðbeiningar fyrir þá sem enn eru ekki alfarið búnir að  átta sig á því hvernig á að kjósa og hvatning frá okkur frambjóðendum til ykkar kjósenda til að koma á kjörstað og taka þátt í þessu einstaka tækifæri.

Til ykkar ágætu meðframbjóðendur

Hvatningarhópur frambjóðenda er okkar sameiginlega átak til að upplýsa kjósendur og hvetja þá til að kjósa, það er okkar hagur sem erum í framboði og landsmanna allra.

En við vissum alltaf það þyrfti að kosta einhverju til og því var búist við að hver og einn frambjóðandi legði fram nokkra upphæð, segjum 5.000 kr. inn á þessa bankaslóð; 

526 - 14 - 402711 - kt. 440902-2270

Ef framlög verða umfram kostnað rennur mismunurinn til góðgerðarmála.

Að svo mæltu þakka ég fyrir skemmtilega kosningabaráttu ,

Sigurður Grétar Guðmundsson 4976

 


Hvað með málskotsréttinn?

Yfirleitt eru flestir að ræða um Forsetann þegar málskotsrétt ber á góma, þar er jafanan rætt um þann rétt hans, sem enginn hefur beitt nema núverandi Forseti, að skjóta málum til úrskurðar þjóarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En ég er enn svilítið óákveðinn í hvort við ætlum að hafa Foreta eða ekki, en ef hann verður einn af hornsteinum stjórnskipunar landsins þá tel ég að hann eigi að hafa málskotsrétt.
En það eiga fleiri að hafa, bæði einhver hluti alþingismanna og einnig almenningur þá einhver ákveðim prósenta atkvæðisbærra manna.
En þjóðaratkvæðagreiðslur, um hvaða mál þær eiga að fjalla og hvernig er hægt að krefjast þeirra. Mér finnst að skilyrðin eigi að vera þröng, það gengur ekki að lítill minnihlutahópur geti krafist þjoðaratkvæðis um lítilsverð mál
Svolítið um framkvæmd þjóðaratkvaðagreiðslna. Þær þurfa alls ekki að vera svo dýrar í framkvæmd eins og Alþingiskosningar. Þó ég sé ekki einn af þessum mörgu tölvusnillingum þá sýnist mér að þjóðaratkvæðagreiðslur geti verið rafrænar. Þá geti hver og einn kosið í sínum heimabanka. ég veit að það eru ekki allir með heimabanka, margt eldra fólk er það ekki. Þá er tvennt til í spilunum; fara til nágrannans og kjósa þar eða að einhver miðstöð verði fyir þann fámenna hóp sem ekki á möguleika heima hjá sér eða hjá nágrannanum. Það yrði ekki hægt að kjósa nema einu sinni á hveri kennitölu og hugbúnaðurinn, sem tekur á móti atkvæðunum, hefur úrslitin klár þegar kjörtími er útrunninn.
Ég set þetta hér inn, ekki til að þetta fari í Stjórnarskrá, heldur til að vekja athygl á möuleikum tölvunnar.
Ég heyrði það frá einum frambjóðanda að honum hugnaðist ekki að í núverandi Stjórnarskrá eru þó nokkur ákvæði sem leyfa að um Stjórnarskrárbundin ákvæði megi fjalla á Alþingi til breytinga án þess að það teljist breyting á Stjórnarskrá. Ég tel að slíkt sé í meira lagi vafasamt, Stjórnarskrá verði ekki breytt nema þar sé ótvírætt um Stjórnarskrárbreytingu að ræða og þá verði málsmeðferðin í samræmi við það.


Látum ekki umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju yfirgnæfa önnur og mikilvægari mál í aðdraganda kosninga til Stjórnlagaþings

Ég legg til einfalda málsmeðferð á Stjórnlagaþingi. Fellum 62. grein, sem segir að hin evangelíska lúterska kirkja sé þjóðkirkja og ríkinu beri að styðja hana,  brott úr Stjórnarskránni. Hins vegar verði áréttað að algert trúfrelsi ríki á Íslandi.
Þetta mundi í sjálfu sér engu breyta um þjóðkirkjuna, samningar milli ríkis og kirkju mundu gilda áfram.
En eftir að ný Stjórnarskrá hefur verið samþykkt og hefur tekið gildi er það þjóðarinnar að ákveða stöðu evangelísku lútersku kirkjunnar hér á landi, það verði einfaldlega ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Biskupsstofa kannar afstöðu frambjóðenda til Stjórnlagaþings til sambands Ríkis og Þjóðkirkju

Ég, eins og allir frambjóðendur Stjórnlagaþings, hef fengið póst frá Biskupsstofu með tilvitnun í núverandi Stjórnarskrá svohljóðandi:

„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.
Síðan koma tvær spurningar svohljóðandi:

1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?

Ég tel eðlilegt að sem flestir kanni skoðanir frambjóðenda til einstakra mála eins og Biskupsstofa gerir hér. Ég hef ekki svarað Biskupsstofa beint en vísað til þess sem ég hef skrifað um samband Ríkis og Þjóðkirkju hér fyrr á blogginu. Ef Biskupsstofa óskar frekar eftir beinum svörum mínum er sjálfsagt að að verða við því.

En ég get ekki látið hjá líða að koma inn á það sem mér finnst furðulegur misskilningur hjá kristnum einstaklingum, en tek fram að þar á ég ekki við þessa könnun Biskupsstofu, frekar einstaklinga sem ég hef heyrt í.  Ég hef lýst þeirri skoðun minni að Ríki og Þjóðkirkju eigi aða aðskilja algjörlega. En þá bregður svo við að sumir virðast taka þessa skoðun um aðskilnað Ríkis og Þjóðkirkju sem andúð og baráttu gegn kristinni trú. Í mínum huga er fyrirkomulag stofnana trúfélaga eitt, trúin annað. Það er enginn fjandskapur við núverandi Þjóðkirkju þó ég telji það réttlæti að Ríkið sé ekki að reka stofnanir ákveðinna trúarbragða. Ég hef einnig leitt að því rök að aðskilnaðurinn mundi frekar styrkja núverandi Þjóðkirkju en veikja hana.  

Eru ekki einhverjir öflugustu söfnuðir kristninnar hérlendis Fríkirkjusöfnuðirnir í Reykjavík og Hafnarfirði?


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband