Herfileg misnotkun á póstlista frambjóðenda til Stjórnlagaþings

Fyrir kosningarnar til stjórnlagaþings varð til póstlisti hvar á voru póstföng nær allra frambjóðenda. Þetta var þarft framtak þá, frambjóðendur áttu að sjálfsögðu marga sameiginlega hagsmuni þó í samkeppni væru um hilli kjósenda. Nú eru kosningar að baki og meira að segja úrskurðaðar ógildar af hlutdrægum Hæstarétti, en ekki meira um það að sinni.

En nú brennur svo við að einhverjir óprúttnir náungar úr hópi frambjóðenda hafa tekið póstlistann traustataki til að berjast gegn samþykkt Icesave III á Alþingi og að samningurinn verði lagður undir þjóðaratkvæði.

Ég er ekki einn um það að mótmæla slíkri misnotkun á póstlistanum, inn til mín hafa streymt margir póstar þar sem einstaklingar mótmæla þessari misnotkun  og krefjast þess að verða strikaðir út af listanum.

Ég er ekki nógu tölvufróður til að vita hvernig koma á í veg fyrir þessa misnotkun, ég sé að fjölmargir frambjóðendur vilja láta eyða póstlistanum, en er það hægt? Geta óprúttnir einstaklingar látið dynja yfir okkur áróður um alla framtíð?

Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 113832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband