21.10.2012 | 17:01
Mikill skellur fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Satt best að segja trúði ég vart mínum eigin augum þegar fyrst fregnir úr þjóðaratkvæðinu birtust í gærkvöldi. Ég hélt að ofurvald Sjálfstæðisflokksins á sínum fylgismönnum og félögum væri slíkt að þeir mundu flykkjast á á kjörstaði og greiða NEI við öllu á kjörseðlinum nema auðvitað um þjókirkjuna.
En annað kom í ljós.
Það var áhugavert að fylgjast með beygðum Bjarna Benedikssyni í Silfri Egils í dag, honum var sannarlega brugðið. Sjálfstæðisflokkurinn lét fyrst það boð út ganga hans fólk skyldi hundsa kosningarar en sá svo sit óvænna; skipti um gír og skipaði sínu fólki að mæta á kjörstað og krossa við NEI (nema að sjáldsögðu við spurnningunni um þjóðkirkjuna.
Ég horfði líka á þá sem komu til Egils á eftir stjórnmálaforingjunum. Þar gekk Jón Magnússon fram af mér, hann fullyrti að ALLIR fjölmiðlar hefðu rekið einhliða áróður fyrir því að kjósendur styddu tillögur Stjórnmálaráðs og koms upp með þann málflutning, hvorki Egill né aðrir þátttakendur gerðu athugasemd við þennan fráleita málflutning. Ég sé Morgunblaðið sjaldan en ef svo ber undir þá sé ég einhliða málflutning Sjálfstæðisflokksins í þessu máli og bendi ég þar á greinar eftir Ólöfu Nordal og Einar Guðfinnsson. Í einni geininnu stóð "Ríkisstjórnin mun senda þjóðina aftur í myrkur 18. aldar verði þessar tillögur smþykktar" og "Afnema kristni sem opinbera trú á Íslandi".
Og nú er lögfræðingurinn Jon Magnússon búinn að reikna út hér á blogginu að tillögur Stjórnlagaráðs hafi verið kofelldar í kosningunum í gær!!!
Það vantar ekki neitt upp á skaulegan málflutning fylgsmanna Sjálfstæðisflokksins.
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 114294
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar