Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það eru engin takmörk fyrir því hvað Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna hafa komið yfirgengilegum ranghugmyndum inn hjá almenningi, aðallega um þann hluta heimsins þar sem fólk telur sig vel upplýst og jafnvel skynsamt. Þetta virðist ekki síst eiga við um ungu kynslóðina í öllum löndum.
Hér fer á eftir grein eftir 5 sænsk ungmenni sem er búið að æra og nánast trylla með vísindalegum fölsunum frá IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna og Al Gore fyrrum varaforseta Bandaríkjanna.
Svo fengu þessir loddarar í IPCC og Al Gore Nóbelsverðlaun!!!
Á eftir fer svar frá sænska vísindamanninum Fred Goldberg.
Stokkhólmur drukknar ef jöklarnir bráðna
Gerðu þér í hugarlund að sum hverfi Stokkhólms fari undir vatn á næstu 10 árum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hefur reiknað út að yfirborð sjávar muni hækka vegna bráðnunar jöklanna. Eftir landfræðilegum upplýsingum er reiknað með að yfirborð sjávar muni hækka um 1 meter á næsti 10 árum. Samkvæmt upplýsingum frá ameríska stjórnmálamanninum Al Gore mun yfirborð sjávar hækka um 6 7 metra ef ísinn á Suðurskautslandinu og Grænlandi bráðnar. Einnig munu aðrir þættir hafa áhrif á þetta og mikill hluti af Stokkhólmi fer undir vatn. Þau hverfi sem munu sökkva eru m. a. Gamla Stan og Södermalm. Komandi hitnun jarða mun hafa mikil áhrif á okkur Stokkhólsbúa. Það ættum við svo sannarlega að hugsa um. Hvað mundi gerast ef allir á jörðinni notuðu jafn mikið af gæðum eins og við Svíar. Við þurfum ekki að gera svo mikið hvert og eitt, litlu hlutirnir hafa einnig þýðingu.T. d. að slökkva á sjónvarpinu , slökkva ljósið, flokka sorpið, allt þetta getur gert mikið.
Ef ykkur finnst þetta ekki skipta máli í dag hugsið þá um börn ykkar eða barnabörn og með þessum boðskap viljum við fá ykkur til að hugsa um framtíð jarðarinnar:
Við eigum ekki jörðina, við höfum hana að láni frá börnum okkar.
Undir þetta skrifa fimm náttúruverndarsinnar í Jensen framhaldskóla, Richard, Jonas, Rebecca, Pernilla og Nathalle
Sigurður Grétar snaraði apr. 2009
Innskot frá Sigurði Grétari:
Þar sem varmafræði er hluti af mínu fagi þá hef ég slegið á það lauslega að ef hitnun jarðar verði stöðug næstu öld eins og IPCC og Al Gore spá og haldist þannig þá sé nokkuð hægt að sjá hvað Grænlandjökull verður lengi að bráðna. Miðað við þann mikla ísmassa sem jökullinn er þá ætti það að taka
eitt þúsund ár.
Svo framhaldsskólanemendur hvort sem er í Stokkhólmi eða Þorlákshöfn ættu að sofa rólegir.
Af hverju er ungt fólk leitt á villigötur í loftslagsmálum?
eftir Fred Goldberg
Í dagblaði var grein eftir 5 ungmenni frá Jensens framhaldsskólanum í Södra um að Stokkhólmur fari á kaf ef jöklarnir bráðna. Þessi ungmenni upplýsa að ótti þeirra byggi á upplýsingum frá IPCC (Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, Al Gore og ýmsum landfræðilegum upplýsingum (hverjar þessar spennandi landfræðilegu upplýsingar eru fáum við ekki að vita) um að innan 10 ára fari Stokkhólmur meira eða minna undir vatn vegna stígandi yfirborðs sjávar.Ísinn á Suðurskautslandinu og Norðurpólnum bráðni með hraði fullyrða þau. Þau segja að hækkun hitastigs á jörðinni í framtíðinni muni hafa mikil áhrif á okkur íbúa Stokkhólms. Það er vissulega jákvætt að ungt fólk hafa tilfinningu fyrir umhverfi sínu og sem dæmi vilja ekki sóa orku. En að birta grein um Stokkhólmur sé að sökkva án þess að skoða nánar þær fullyrðingar sem byggt er á er alvarlegt og vekur ugg.
Fyrir það fyrsta þá er engin hnattræn hlýnun nú í gangi. Seinustu 7 árin hefur hnattrænt hitastig fallið burt séð frá hvaða mælingaraðferðir eru notaðar og þrátt fyrir að meira hafi verið losað af koltvísýringi CO2.Vísindaleg rannsókn á áhrifum koltvísýrings CO2 sýnir að þau eru svo lítil að þau er ekki hægt að mæla. Það er skýjafar sem stjórnast af sólvindum og breytingar á hafstraumum sem er höfuð ástæðan fyrir breytingum á loftslagi. Á síðasta ári, 2008, voru sett 114 kuldamet í Norður-Ameríku, það er afleiðing af að Kyrrahafsstraumurinn PDO breyti stefnu í apríl 2008.Síðan þá hefur orðið kaldara og jöklar byrjað að aukast. PDO straumurinn breytti stefnum árin 1910, 1940 og 1977. Eftir 1910 var snögg hitnun sem m. a. varð til þess að ís á Norðurpólnum bráðnaði hratt. Árið 1940 breytti PDO straumurinn stefnu og það varð upphafið að kuldaskeiði sem er þekktast fyrir hina köldu vetra á stríðsárunum. Árið 1977 breytti PDO straumurinn n til jákvæðrar stefnu og afleiðingin var heitt tímaskeið. Ísinn á Norðurpólshafsvæðinu minnkaði þegar PDO straumurinn þvingaði mikið magn sjávar í gegnum Beringssund. Þessu er nú lokið og ísinn á Norðurpólssvæðinu eykst hratt. Þá eru jöklar einnig að aukast og það er mjög líklegt að þetta ástand muni halda áfram næstu 25 30 árin. Það er líklegt að við fáum nýja stríðsvetur.
Að Stokkhólmur drukkni vegna ísbráðnunar þurfum við ekki að hafa áhyggjur af.
Því má bæta við að samkvæmt nýjustu bandarískum mælingum á ís Norðurpólssvæðisins þá hefur þykkt íssins aukist um 0,5 m víðast hvar og um 1, 0 m næst Norðurpólnum.
Sigurður Grétar snaraði apr. 2009
19.4.2009 | 14:50
Til Jóhönnu forsætisráðherra og forystu Samfylkingarinnar
Það er hávær krafa hjá landsmönnum að stjórnmálaflokkar gefi ákveðnari svör um hvað þeir ætli að gera eftir kosningar, fólk vill eins ákveðna stefnu og unnt er að gefa.
Ég geri þá kröfu til þín Jóhanna og ykkar í forystu Samfylkingarinnar að þið gefið skýlausa yfirlýsingu fyrir kosningar svohljóðandi:
Samfylkingin mun ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi við nokkurn flokk eftir kosningar nema það ákvæði sé sett í stjórnarsáttmálann og því samstundis hrundið í framkvæmd að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
19.4.2009 | 14:42
Djókarinn í Minnisóda
Silfri Egils var að ljúka. Að venju sátu fjórir viðmælendur hjá Agli og reyndar bættist sá fimmti við í lokin. Satt best að segja var maður nokkuð siginn í sæti þegar þeirri umræðu lauk; svartagallsrausið var yfirgnæfandi að venju. Ég er orðinn talsvert þreyttur á þessari sömu tuggu; að það sé ekkert verið að gera til að bjarga landi og þjóð, öllu sé leynt og ekkert sé gert til að rannsaka þá mjög svo alvarlegu og afdrifaríku hluti sem gerðust sl. haust. Þetta er alls ekki rétt og kannski get ég bent á að minn banki, Íslandsbanki, er að koma mér til hjálpar og að létta mína greiðslubyrði. Er það ekki aðstoð við heimili? Ég er einnig orðinn þreyttur á tuggunni um "fjórflokkinn" allir stjórnmálaflokkar séu eins, það sé sami rassinn undir öllum stjórnmálamönnum, það þurfi nýja og hæfileikaríka einstaklinga til að bjargi landi og þjóð. Þetta er krafan sem hæst lét í búsáhaldabyltingunni en því miður er það ferskasta sem sú bylting ól af sér Ástþór Magnússon!
En Egill er skrítinn fugl. Hann lét unga íslenska konu búsetta í Minnisóda vestra lesa yfir okkur dauðann og djöfulinn hvernig enginn hérlendis gerði nokkuð af viti og sagði að íslensk stjórnsýsla væri "djók" á sinni tæru íslensku. Ég skora hér með á Egil að flytaja konuna þegar inn til að bjarga okkur. Það hlýtur hann að geta þrátt fyir gjaldeyrishöftin.
En búsáhaldabyltingin kom með kröfur sem áttu fullan rétt á sér og allir héldu að næði fram a ganga; aukið lýðræði. Þessu var reynt að mæta á Alþingi en hvað gerðist. Flokkurinn sem á langmesta sök á falli lands og þjóðar, Sjálfstæðisflokkurinn, barðist gegn þessu með oddi og egg og endalausu málþófi. Eins og málþóf á Alþingi væri það sem við hefðum mesta þörf fyrir nú.
En eftir að málfundi lauk hjá Agli í Silfrinu komu tveir ferskir vindar. Fyrst sá gamli jöfur Sverrir Hermannsson sem hefur opnað heimasíðu með sínum gömu greinum, aðallega úr Mbl. Hann var heldur ekki að skafa utan af því að hann sæi enga aðra leið til að koma okkur í samfélag þjóðanna aftur en að ganga í Evrópusambandið. Einhverntíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að Sverrir væri kominn á þá skoðun.
Síðan kom Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og útgefandi. Ég átti í nokkrum brösum við þann fallna Framsóknarmann Bjarna Harðarson fyrir nokkru, en hann hefur lýst því fjálglega hvers konar þrælakista bíði okkar ef við göngum í Evrópusambandið. Ég bað hann að nota spádómsgáfu sína á hinn veginn; lýsa fyrir okkur kjörum og möguleikum í framtíðinni á Íslandi ef við gengjum ekki í Evrópusambandið. Þessu lofaði Bjarni en hefur ekki staðið við það. Nú ætla ég að losa Bjarna undan þeirri kvöð að svara mér. Ég bendi Bjarna og öllum Íslendingum á að lesa hina hnitmiðuðu grein Benedikts Jóhannessonar í Mbl. fimmtud. 16. apríl á bls. 23: "Stefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni?" Kjarnann í þessari ágætu grein endursagði Benedikt hjá Agli og það sem mér finnst að hver maður ætti að hugsa um vandlega er viðvörun hans um að nýtt hrun geti verið framundan nema gripið sé til þeirra einu ráðstafana sem kunna að duga:
Að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu strax eftir kosningar.
19.4.2009 | 12:10
Fylgst með framboðsfundum
Hvað er minnisstæðast frá þeim framboðs- eða umræðufundum sem Ríkissjónvarpið hefur sýnt okkur?
Það hafa svo sem engir farið á kostum en fyrir norðan voru þeir rökfastir og ágætir þeir Kristján Möller og Steingrímur. Það lá við að maður væri farinn að hafa samúð með Kristjáni Þór, hann var nánast kominn upp að vegg. Þó er Kristján Þór enginn undirmálsmaður í stjórnmálumræðu. Sem eindreginn andstæðingur Sjálfstæðisflokksins er ég þó þeim flokki þakklátur fyrir að kjósa EKKI Kristján Þór sem formann en hann eða Þorgerður Katrín hefðu svo sannarlega verið bestu kostirnir fyrir flokkinn í þeirri "endurreisn" sem er framundan. Á öðrum fundum minnist ég helst Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, það er ekki nokkur vafi á því að hún er framtíðarleiðtogi. Mínum fyrrum samborgar Árni Páli vildi ég gefa það góða ráð að kúpla sig niður í lægri gír, hann er ágætlega máli farin og rökfastur en fer svolítið að tafsa þegar ákafinn tekur völdin.
En það eitt sem stendur upp úr á þessum fundum.
Það er hversu vonlaust og allt að því brjóstumkennanlegt fólk það er sem er afrakstur pottabyltingarinnar, þar kemur ekki fram nokkur heil hugsun og við mættum svo sannarlega biðja alla góða vætti að vernda land og þjóð ef þeir Þráinn Bertelsson, Gunnar Sig. og að sjálfsögðu Ástþór Magnússon yrðu leiðandi afl í landmálum. Meira að segja verð ég að viðurkenna að ég er hundrað prósent sammála Agnesi Bragadóttur (sem er þó ekki minn augasteinn) þar sem hún lýsir Ástþóri Magnússyni í grein sinni í Morgunblaðinu í morgun (sunnud. 19. apr.). En eins og Agnes segir (er ég nú farinn að vitna í Agnesi!) þá er þetta sú byrði sem við verðum að þola til að búa við lýðræði.
En þá að Sjálfstæðisflokknum.
Það er mikið til í því sem Hannes Hólmsreinn sagði í viðtali við Sigmund Erni að sjálfstæðismenn, eða almennir fylgjendur flokksins, séu ekkert að hugsa um pólitík, þeir vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Það virðist nákvæmlega sama hvað Flokkurinn gerir, sama hversu rækilega hann gerir í bólið, þá er ákveðinn hópur sem mun kjósa hann endalaust.
Hvað mundi þessi sami hópur segja eða gera er Samfylkingin væri búin að stjórna þjóðarskútunni sl. 18 ár, þingmenn úr hennar röðum verið með öll helstu ráðherraembættin, nánast samfellt öll þessi ár með ráðuneyti forsætis og fjármála (og stjórnað Seðlabankanum) og ástandið í þjóðfélaginu væri eins og það er í dag. Mundi þessi jarmandi hópur í Sjálfstæðisflokknum ekki kenna ríkjandi flokki í sl. 18 ár um ástandið?
Munið eftir að lesa grein Eiríks Brynjólfssonar kennara í Morgunblaðinu í morgun (sunnud. 19. apr.) um Hannes Hólmstein.
18.4.2009 | 10:32
Katrín í Lýsi er Pétursdóttir
Hafa skal það sem sannara reynist og þó Katrín eigi litlum vinsældum að fagna hjá mér þá er sjálfsagt að biðjast afsökunar á því að fara rangt með hennar föðurnafn.
Ég nota þó tækifærið til að skora á þær stöllur, Kolbrúnu Halldórsdóttur umhverfisráðherra og Katrínu Pétursdóttur forstjóra Lýsis og þar með ýldulyktarverksmiðjunnar hér í bæ, að koma austur í Þorlákshöfn og standa fyrir máli sínu. Við íbúar Þorlákshafnar eigum rétt á því að á okkur sé hlustað.
Ég ætla að bæta örlitu við það sem ég sendi Kolbrúnu ráðherra í gær: Þú hefur talið þig eina fremstu náttúruverndarpersónu landsins. Þú hefur barist gegn virkjunum og stóriðju og ert núna einmitt í baráttu gegn hugsanlegum virkjunum í neðri Þjórsá. En eins og maðurinn sagði "það er fleira matur en feitt kjöt" á sama hátt er fleira náttúruvernd en það sem að framan er talið og þú hefur tileinkað þér sem baráttuvettvang. Það er ekki minni ástæða til að vernda andrúmsloftið sem umlykur okkur og það hefur þú talið í þínum verkahring ef minnsta mengun gæti hugsanlega komið frá álverum og annarri stóriðju. En það virðist ekki vera í þínum verkahring að vernda fólk fyrir mengandi fyrirtækjum ef mengunin kemur frá gömlu og úldnu sjávarfangi eða eru einhverjar aðrar annarlegar ástæður fyrir þínu fráleita starfsleyfi til ýlduverksmiðju Katrínar í Þorlákshöfn? Starfsleyfi til 8 ára hvorki meira né minna.
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar