Færsluflokkur: Tónlist

Glæsilegir tónleikar Lúðrasveitar Þorlákshafnar í Versölum

Nýárshátíðin endaði vel í gær með tónleikum Lúðrasveitar Þorlákshafnar í samkomusalnum  Versölum í Ráðhúsi Ölfuss. Sem fyrr var það Róbert Darling sem sveiflaði tónsprotanum, en í sveitinni voru að mér sýndist nokkuð yfir 30 einstaklingar á mjög svo misjöfnum aldri. Nokkrir rosknir karlar en einnig ungar stúlkur úr efsta bekk grunnskólans. Það var ekki síður ánægjulegt að salurinn var troðfullur, já svo sannarlega troðfullur í orðsins fyllstu merkingu. Það verður ekki annað sagt en að  Þorlákshafnarbúar og íbúar víðar úr sveitarfélaginu Ölfusi hafi mætt, þarna sáust einnig kunn andlit frá Árborg og Hveragerði.

Í tveimur lögum mætti söngkona sem tók hressilega undir með hljómsveitinni. Félagar úr Leikfélaginu frömdu tvisvar skemmtilega gerninga sem kettir og trúðar. Ungur dansari var reiðubúinn til að taka sporin en því miður meiddist stúlkan sem er dansfélaginn kvöldið áður, vonandi ekki alvarlega. Þetta atriði hefði því fallið brott en þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Móðir þessa unga dansara hljóp í skarðið og í vals- og polkatakti svifu þau mæðginin um gólfið eftir öruggum takti Lúðrasveitar Þorlákshafnar.

Bestu þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum, ekki má gleyma Barböru í Bókasafninu sem leiddi þessa skemmtilegu tónleika með styrkri kynningu.


Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband