Fólk hrætt við svínaflensu, engin furða, fjömiðlar hafa magnað upp múgsefjun og móðursýki

Það kom fram í hádegisfréttum RÚV að fólk væri hrætt við svínainflúensu og fjölmargir eru að hringja inn til heilbrigðisstofnana, sóttvarnarlæknir er stöðugt í fréttum með hrakfaraspár  og sögur af bóluefninu ógurlega sem á öllum að bjarga. Það á að henda nær 1 milljón á hvern landsmann í þetta bóluefni og áfram halda fjölmiðlar, í hverjum fréttatíma ogí hverju blaði eru ógnvekjandi fréttir af svínainflúensu.

Ég hef aldrei upplifað aðra eins móðursýki í þjóðfélaginu eins og þessi endemi sem búið er að koma inn hjá fólki. Það gengur inflúensa á Íslandi á hverju hausti og líklega með þeim afleiðingum á hverju ári að einhverjir, sem eru veikir fyrir látast, svo er einnig nú. Það sem er sérkennilegt nú að flensan er kölluð ógnvekjandi nafni; SVÍNAINFLÚENSA.

Og hverjir standa á bak við þess móðursýki?

Ekki nokkur vafi. Það eru lyfjarisar sem nú láta allar kvarnir snúast dag og nótt, senda bóluefni til allra þeirra sem standa í biðröðum eftir að fá sprautur. Bóluefni sett á markað nánast áður en prófunum er lokið.  Jafnvel  það snemma að bóluefnið verði hættulegra en inflúensan.

Það var búist við því að upplýsingaþjóðfélagið mundi hækka þekkingarstuðul almennings, jafnvel stjórnvalda. En almenningur og stjórnvöld láta  blekkjast í fleiri og fleiri málum, það sem fer sem eldur í sinu um hinn upplýsta heim er ekki aukin þekking heldur miklu fremur múgsefjun.

Svínaflensan er ekki sjúkdómurinn hættulegi, miklu fremur múgsefjunin sem tekst að koma á eins og holskeflu um hinn upplýsta heim. 

Hinir fátæku sem eiga ekki mat, sem horfa á börnin sín deyja úr hungri, sem eru á stöðugum flótta frá vitskertum glæpamönnum sem myrða, nauðga og ræna, þar er umræðan ekki hin "stórhættulega svínaflensa". Þar er hið stöðuga verkefni að deyja ekki úr hungri og vatnsskorti eða  bjargast frá því að vera stunginn á hol af vitskertum drullusokkum.

En hvað kemur þetta okkur þetta við. Við erum í stórhættu að fá svínainflúensu, mikill fjöldi Íslendinga hefur tapað umtalsverðum peningum og hvað finnst Íslendingum meira virði en peningar, stór einbýlishús, nokkrir bílar á heimili, sólarstrandir og skíðapardísir.

Það verður hver að hugsa um sig, ekki satt!


Stuttur pistill til Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings

Þessi pistill var reyndar fyrst festur á skjá sem athugasemd við blogg Einars en svo ákvað ég að "afrita og líma", láta hann birtast í mínu eigin bloggi.

Ég var að heyra það eða lesa í fréttum að þú værir með bók í smíðum um þessi yfirgengilegu loftslagsmál. Það veitir sannarlega ekki af því að upplýsa, ekki aðeins almenning, heldur miklu fremur þá sem ráða meiru í okkar umboði, stjórnmálamenn. En ég er satt að segja svolítið svartsýnn á þín efnistök og hvers vegna er ég það? Fyrir nokkru var ég beðinn að koma með svolítinn fyrirlestur á fund hjá Rotaryklúbbnum Þinghóli í Kópavogi, var þar sem aldinn sagnaþulur að segja mönnum frá Kópavogi eins og ég upplifði hann frá því ég flutti þangað 1947 og næstu árin þar á eftir. Þú hafðir verið fyrirlesari hjá þessum klúbbi næst á undan og rætt um loftslagsmál. Það sem þú sagðir hafði ritari fært samviskusamlega til bókar og endursagði, satt best að segja var ég ekki sáttur við margt af því sem þar kom fram.

Ég var að fá stórmerka grein að mínu áliti í hendur úr Jyllands Posten eftir Henrik Svensmark sem ég er viss um að þú þekkir vel til. Þar er hann a skýra sínar kenningar um áhrif sólar og geimgeisla á hitastig jarðar, sú kenning kemur ekki síður fram í bók hans Klima og Kosmos (The Chilling Stars á ensku) Ég hef legið í þessum fræðum og kynnt mér kenningar sem flestra, fæ mikið af efni frá Dr. Fred Goldberg sem þú þekkir, ég sá að þú varst á fyrirlestri hans í Háskóla Íslands sl. vor. Má til með að skjóta því inn í að enginn fjölmiðill íslenskur fékkst til að ræða við Dr. Fred og ég veit líka að það vakti úlfúð í HÍ að hann skyld fá að tala þar, hann hefur ekki "réttar" skoðanir á loftslagsmálum.

Mín niðurstaða er þessi:

1. Það er ekkert beint samband milli aukningar CO2 í andrúmslofti og hækkunar hita á jörðinni, miklu frekar að aukning á CO2 sé afleiðing af hækkandi hita, sérstaklega frá hafinu sem er mesta forðabúrð fyrir CO2.

2. Það er hægt að gera sér grein fyrir hve mikið af CO2 í andrúmslofti er af manna völdum, það er ótrúlega lítið.

3. Það er hægt að gera sér grein fyrir því að hve mikið við getum minnkað CO2 í andrúmslofti með öllum þeim aðgerðum sem boðaðar eru með gífurlegri skattlagningu á atvinnulíf og þar með einstaklinga. Árangurinn yrði ótrúlega lítill.

4. Að láta frá sér fara yfrlýsingu um að "hitastig jarðar skuli ekki hækka meira en 2°C fram til 20050" er einhver mesta heimska sem frá stjórnmálamönnum hefur komið. Við mannlýsnar erum sem betur fer ekki færrar um að hafa nein teljandi áhrif á það.

5. Miðað við dvalarástand sólarinnar (minni sólbletti) sl. 2 ár á bendir allt til að jörðin sé að fara inn í kaldara ástand og líklegt að það standi fram yfir 2030. Staðreynd er að hiti á jörinnu hefur ekki farið hækkandi á þessum 9 árum sem liðin eru af öldinni.

6. Það er því skelfilegt til þess að vita að það sé búið að trylla nær alla stjórnmálamenn heimsins til að taka upp samskonar baráttu og Don Kíkóti háði við vindmillur í sögu Cervantes. Það var þó aðeins skemmtileg skáldsaga en gjörðir sjtórnmálamanna eru dýpsta alvara.

7. Það er kannski ekki furða þó Loftslagsnefnd  Sameinuðu þjóðanna, IPCC, remdist eins og rjúpan við staurinn með sínar spár um hækkandi hitastig út alla þessa öld, bráðnandi jökla og hækkun sjávarborðs. Þessi nefnd var sett á laggirnar til að sanna þetta en ekki til að finna það sem sannast er. Svo kom áróðursmeistarinn Al Gore með sína kvikmynd. Það hörmulegasta í öllu þessu sjónarspili var að honum og IPCC voru veitt Nóbelsverðlaun. Það liggur í augum uppi að þeir sem fengið hefur slík verðlaun geta ekki snúið til baka; þeir verður að berja höfðinu við steininn og halda sig við kenninguna, hvernig geta þeir sagt "þetta var að mestu leyti bull og vitleysa?


Bloggfærslur 20. október 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband