23.10.2009 | 17:51
Nokkur orð til Páls Vilhjálmssonar fjölmiðlamanns
Páll, ekki man ég betur en við höfum á árum áður verið flokksbræður. Þú varst mér alla tíð mikil ráðgáta og stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna þú værir í Samfylkingunni. Þú tilbaðs alla tíð Davíð Oddsson næstum því eins mikið og Hannes Hólmsteinn. Nú ertu kominn heim til föðurhúsanna en virðist samt vera haldinn mikilli vanlíðan. Þú bloggar og allt sem frá þér kemur er svartagallsraus og neikvæðni. Mér finnst það ekki einkennilegt að svo sé. Að geta lotið svo lágt að verja allt sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði, einkavæðingin og allur skandallinn í stjórn efnahagsmála var með slíkum endemum að það hlýtur að vera mikil blinda að sjá það ekki. Nú er reynt að hamra það inn i þjóðina að ICESAVE sé til komið vegna mistaka núverandi Ríkisstjórnar og stjórnarflokka. Það er kannski ekki að undra að maður eins og þú, haldinn pólitískri þráhyggju og tilbeiðslu á einum manni sem átti ekki lítinn þátt í að undirbyggja hrunið fabúlerir endalaust um það. Davíð Oddsson var ekki aðeins forsætisráðherra í hálfan annan ártug heldur síðar seðlabankastóri. En að þeir menn sem eru nýbúnir að taka við forystu í hrunaflokkunum tveimur, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki skuli voga sér að stunda lýðskrum og baktjaldamakk, það er yfirgengilegt. Mer sama hvoru megin hryggjar Sjálfstæðisflokkurinn liggur, en vona jafnvel að Framsóknarflokkurinn fái betri leiðtoga en Sigmund Davíð. Líklega er nú þegar ákveðin öfl farin að undirbúa að velta honum úr sessi. Ekki ólíklegt að það takist og þriðji ættliðurinn, Guðmundur Steingrímsson, endurreisi það orðspor sem eitt sinn fór að þeim flokki.
En ég vona að þú Páll Vilhjálmsson náir einhverjum bata, þér hlýtur að líða mjög illa með allt þitt neikvæða beinakvak.
Bloggfærslur 23. október 2009
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar