"ClimateGate" skandallinn, svo virðist sem Fréttastofa Ríkisútvarpsins sé svo hlutdræg að hún stingi öllum fréttum af svindlinu undir stól

Ég ætlaði vart að trúa mínum skilningarvitum þegar ég horfði á "Fréttaskýringaþáttinn" í Sjónvarpinu í kvöld. Þar var fjallað um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður sett í Kaupmannahöfn eftir viku eða svo. Þangað hefur tekist að smalað öllum helstu stjórnmálamönnum heimsins til að gera nýja Kyoto samþykkt um hvernig skuli berjast gegn einni gastegund, koltvísýringi CO2, og skattleggja alla heimsbyggðina eftir fremsta megni.

Ekki eitt einasta orð hefur komið frá Fréttastofu Ríkisútvarpsins um einhvern mesta vísindaskandal heimssögunnar sem var nýlega afhjúpaður. Falsanir sem eru svo umfangsmiklar að þessi gjörð gengur undir nafninu "ClimateGate" Þeir vísindamenn fjölmargir, sem standa á bak við kenninguna um að koltvísýringur CO2, ein mikilvægasta undirstaða alls lífs á jörðinni, ráði mestu um loftslag heimsins og sé stöðugt að orsaka hlýnun þess, hafa verið afhjúpaðir. Þeir hafa hagrætt og svindlað á gögnum til að sanna kenninguna um CO2 sem orsakavald.

Samt leyfir Fréttastofa Ríkisútvarsins sér að koma með Fréttaskýringaþátt sem að hluta er unnin úr áróðri Al Gore. Saklaust fólk er dregið fram og látið vitna um eyjar sem séu að sökkva, hvítabirnir sýndir og sagðir í útrýmingarhættu og svo var auðvitað viðtal við Árna Finnsson!!!

Fréttastofa Ríkisútvarpsins er sek um fáheyrða hlutdrægni.

Fram að þessu hefur aðeins DV og visir.is sagt frá "ClimateGate" hneykslinu en í dag rak einn fjölmiðill, Morgunblaðið, hressilega af sér slyðruorðið. Í sunnudagsblaðinu er mjög góð grein um þetta svindl og í gær var í blaðinu ágæt grein um svindlið eftir Friðrik Daníelsson verkfræðing.


Bloggfærslur 29. nóvember 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 114282

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband