Nú er mælirinn fullur, Fréttastofa RÚV verður sér til stórskammar

Þorvaldur Friðriksson fréttamaður á Fréttastofu RÚV flutti óforskammaðan heimsendapistil í hádegisútvarpinu í dag 1. des. Blákalt hélt hann því fram að yfirborð íss á Suðurskauti og Grænlandsjökull bráðni tvöfalt hraðar en áður hefði verið ætlað, yfirborð sjávar muni hækka um 1,5 m á þessari öld, síðan kom upptalning á eyjum sem fara munu á kaf og svo kom rúsínan í pylsuendanum; upptalning á stórborgum sem hverfa munu undir yfirborð sjávar þar á meðal London og New York!

Fyrir skömmu las ég blogg Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Þar minntist hann á yfirgengilegan pistil Þorvaldar Friðrikssonar um loftslagsmál í morgunútvarinu sem hann nánast gat ekki annað en hlegið að.

Á meðan allar fréttastofur og fréttamiðlar heimsins fjalla um "ClimateGate" falsanir vísindamanna sem vinna undirstöður kenninga IPCC, loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, minnist Fréttastofa RÚV ekki á hneykslið en heldur áfram að ryðja frá sér fráleitustu heimsendaspám sem frá einhverjum svokölluðum "vísindamönnum " hafa komið.

Nú er nóg komið, Óðinn fréttastofustjóri og Páll útvarpsstjóri verða að grípa í taumana. 


Bloggfærslur 1. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 114283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband