Jón Björgvinsson bjargar Fréttastofu RÚV (ef það er hægt)

Það var magnaður og stórskemmtilegur pistill sem Jón Björgvinsson fréttamaður RÚV í Sviss flutti í Speglinum í gærkvöldi um sirkusinn í Kaupmannahöfn, Loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þar dró hann alla vitleysuna sundur og saman í háði enda nægt tilefni til. Til að vera alveg heiðarlegur þá var það Friðrik Páll Jónsson, upphafsmaður þessa ágæta og fágæta fréttaskýringarþáttar, Spegilsins, sem braut þögnina miklu í Efstaleiti um að það hefði ýmislegt misjafnt verið að koma í ljós í störfum þeirra "vísindamanna" sem eru á mála hjá IPCC, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Ég tek það fram að ég nota vísvitandi orðið "á mála" því það merkir einfaldlega að menn taka að sér verk, þekktast er það úr hernaði, og skeyta hvorki um skömm né heiður, né hvað er rétt eða rangt.

Það er  dapurleg staðreynd að þær ágætu konur, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, eru á leiðinni eða þegar farnar til að ná í sporðinn á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

Skyldu þær vera sannfærðar, ég trúi því ekki.

Hins vegar er ég ekki hissa á að þau Árni Finnsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra séu komin til Kaupmannahafnar með öll skilningarvit opin eins og frelsaðir einstaklingar hlustandi á boðskap Gunnars í Krossinum. Þar held ég að sé þó nokkur mismunur á þeirra skilningi; Árni kaldrifjaður tækifærissinni sem fyrir löngu fann sína fjöl til lífsviðurværis en Þórunn bláeyg og einföld, sanntrúuð.


Bloggfærslur 15. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 114283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband