Ungir þingmenn Framsóknarflokksins skeyta hvorki um skömm né heiður, tyggja endalaust skelfingaráróður og blekkingar

Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum.

Þetta sagði  Eygló Harðardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í bloggi sínu. Það sem að neðan stendur er athugasemd mín við bloggi hennar, ætla að birta það hér því Eygló virðist hafa þagnað með öllu.

Þú heldur líklega Eygló að þú verðir stærri og merkilegri með svona orðbragði, þú um það. Ég hef átt marga góða vini í Framsóknarflokknum og finnst verulega dapurlegt að fylgjast með framgöngu þeirra Sigmundar Davíðs og Höskuldar sem sífellt ala á ótta með þjóðinni, hafa ekkert fyrir því að fara með rangt mál,  fara jafnvel í skrípaferðir til annarra landa (Noregsferðin fræga) til að reyna að sýnast meiri menn en þeir eru. Þú og Vigdís Hauksdóttir hafa fylgt þeim vel eftir í óttaáróðri, ég hafði nokkra trú á ykkur þessu unga fólki sem kom á þing fyrir Framsóknarflokkinn, en mikið skelfingar ósköp er framganga ykkar dapurleg og vesöl, því miður. Núverandi Ríkisstjórn er að hreinsa upp þann "fjóshaug" af spillingu og mistökum sem þínir flokksmenn sköpuðu og fóru þar fremst í flokki Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, auðvitað í órofa samstöðu með Sjálfstæðisflokknum, þar má ekki gleyma þeim sem lengst var forsætisráðherra Davíð Oddsson og fjármálaráðherra Árni Matt.

Icesave er skilgetið afkvæmi af einkavæðingu bankanna þar sem klíkur þessara tveggja flokka fengu bankana nánast gefins.

Allt eftirlit brást og ábyrgð Íslensku þjóðarinnar á Isesave er því miður hafin yfir allan vafa. En þú og þínir nánustu samverkamenn spilið algjörlega án nokkurrar ábyrgðar. Icesave var ekki búið til að núverandi stjórnarflokkum, þetta skrímsli var og er fyrst og fremst á ábyrgð Framsóknarflokksins.

Þú ert auðvitað hreykin af því sem Ríkisendurskoðun er að upplýsa og nánast ákæra fyrir hvernig Davíð Oddsson hagaði sér í Seðlabankanum. Það er dapurlegast að þið virðist oft á tíðum komst upp með að rangtúlka og blekkja, hverjir séu raunverulegu ábyrgir fyrir Isesave, óráðsíunni í Seðlabankanum og Fjármáleftirlitinu. Þú og þið fjórmenningarnir í Framsóknarflokknum skeytið hvorki um skömm né heiður heldur tyggið endalaust ykkar skelfingaáróður og blekkingar.

"Út vil ek" sagði Snorri og fór heim til Íslands

Ég er ekki búin að lesa alla grein Þorvarðar Gylfasonar hagfræðings í Fréttablaðinu í dag en hann byrjar grein sína á því að Íslendingar hafi löngum leitað út í heim, farið óhikað til annarra landa  og nefnir þar Egil á Borg sem fór æði víða og heimsótti háa sem lága. En hann hrasar svolítið á frægri tilvitnun og er engan veginn sá fyrsti sem gerir það. Hann vitnar í hina frægu setningu sem lögð er Snorra Sturlusyni í munn "út vil ek" og ef hún væri sögð í dag mundi meining hennar eflaust vera sú að sá sem þetta segði vildi til annarra landa.

En þetta sagði Snorri þegar hann sat fastur í Noregi í  gíslingu Noregskonungs en sá pótentáti notaði það óspart að taka Íslendinga í gíslingu í baráttu sinni fyrir því að ná völdum á Íslandi. 

Þessi setning "út vil ek" á við það að sigla frá Noregi til Íslands, ekki öfugt. 

Snorri afréð að hafa farbann Noregskonungs að engu, sagði "út vil ek" og sigldi til Íslands. 

Þar með voru örlög Snorra ráðin,  þarna undirritaði hann sinn eigin dauðadóm.


Bloggfærslur 17. desember 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 114283

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband