22.4.2009 | 12:36
Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að missa glóruna?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi verið stærsti flokkur þjóðarinnar og átt þó nokkra frambærilega foringja fyrr á áru. Oftast hafa þeir kunnað að haga sínum málflutningi þannig að fólk hefur kosið flokkinn en ég hef á langri ævi ekki orðið vitni að jafn glórulaust vitlausri kosningabaráttu og hjá Sjálfstæðisflokknum nú (ég er ekki að harma það, ég vona dagar þessa flokks séu taldir, það er kominn tími til eftir að hann með tilstyrk Framsóknarflokksins hefur nær sett Ísland á höfuðið).
Fokksþing þeirra lét sægreifana beygja sig frá því að taka skynsamlega stefnu í Evrópumálum og þar komu reyndar skammsýnir bændur einnig að málum. Síðan hrekjast flokkur og frambjóðendur upp að vegg hvað eftir annað, þannig var efsti maður (kona) í Suðurkjördæmi í bullandi vörn á framboðsfundi RÚV á Selfossi. En hún hefur þó "góðan" bakstuðning þó ekki sæist hann á fundinum. Í 2. sæti listans er Árni Johnsen, manni dettur jafnvel í hug Kári og Björn í Mörk nema hvað vopnfimi Kára virðist horfin út í buskann.
En hinn nýi formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur nú fundið upp lausnina í peningamálum þjóðarinnar; að taka upp evru og láta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn koma því í kring. Nú vita allir sem vilja vita að einhliða upptaka annarrar myntar en ísl. krónunnar er óframkvæmanleg og stendur ekki til boða. En þetta sýnir tvennt;
1. Sjálfstæðisflokkurinn er loksins búinn að viðurkenna það að ísl. krónan er handónýt og leiðir Ísland og ísl. þjóðina inn í fátæktargildru um ókomin ár.
2. Sjálfstæðisflokkurinn grípur nú til óraunhæfra örþrifaráða í kosningabaráttunni vitandi það að þeir hafa málað sig út í horn með skelfilegri ráðsmennski sl. 18 ár og niðurstöðum á landsfundi sínum sem voru ruglingskenndar og stefnulausar, allt hefur þetta það í för með sér að frambjóðendur flokksins sitja ráðvilltir fyrir svörum hvar sem þeir koma fram í fjölmiðlum.
3. Og svo bítur formaður Sjálfstæðisflokksins höfuðið af skömminni með því að ráðast dólgslega að hátt settum mönnum hjá Evrópusambandinu með því að segja þeim að skipta sér ekki af því sem hann segir þegar þeir benda kurteislega á að einhliða upptak evru komi ekki til greina og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi ekkert um það að segja frekar en nefndur Bjarni Benediktsson..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 11:58
Dapurlegt að hlusta á Ragnar Arnalds
Já, svo sannarlega var það dapurlegt að hlusta á minn gamla flokksbróður (eða skoðana- og vopnabróður áður fyrr) Ragnar Arnalds í Kastljósi í gær. Það sem alltaf vantar í umræðuna um hugsamlega inngöngu í Evrópusambandið er; hver verður framtíð Íslenskrar þjóðar ef við göngum ekki í Evrópusambandið og verðum þar með háð gömlu íslensku krónunni um ókomin ár og áratugi. Þessu hefur raunar viðmælandi Ragnars í gærkvöldi, Benedikt Jóhannesson, svarað manna best.
Eitt er víst; við getum ekki tekið upp nokkra aðra mynt en íslensku krónuna ef við göngum ekki í Evrópusambandið, einhliða upptaka annarrar myntar kemur ekki til greina, það skulum við viðurkenna undanbragðalaust.
Ragnar, það er ótrúleg íhaldssemi að telja það útilokað að lyfta lokinu og sjá hvað getur komið út úr umsókn um aðild að ES og þeim viðræðum sem þá fara fram, auðvitað verða niðurstöðurnar lagðar í dóm þjóðarinnar. Ég verð að segja það eins og það er (þó mér finnist það sárt) að þú fórst með tómt rugl og fleipur þegar þú talar um könnunarviðræður við ES án umsóknar, við vitum það báðir, og það ætti alþjóða vita, að slíkar viðræður standa einfaldlega ekki til boða.
Innganga í ES tekur sinn tíma og það líða jafnvel nokkur ár þar til við gætur tekið upp evru sem mynt í stað íslensu krónunnar. En það eitt að sækja um aðild og hefja sem fyrst aðildarviðræður getur gjörbreytt stöðu Íslands meðal þjóða, aukið traust, skapað aukinn stöðugleika í gengi krónunnar, stuðlað að lækkun vaxta hraðar en annars og losað okkur fyrr en annars út úr hinum skelfilegu gjaldeyrishöftum.
Ég nú svo gamall sem á grönum má sjá (lítið á myndina) og ég man glögglega eftirstríðsárin með sínum gjaldeyrishöftum, skömmtunum á allri vöru, biðraðirnar þar sem menn lágu á gangstéttum með teppi og kaffibrúsa næturlangt og ekki síst þá skelfilegu spillingu og klíkuskap sem þessu fylgdi. Ég vil ekki að börn mín og barnabörn þurfi að upplifa slíka tíma.
Bloggfærslur 22. apríl 2009
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar