12.5.2009 | 17:12
Getur verið að ég sé með áfallastreituröskun?
Hvað veit maður. Satt best að segja hef ég verið sáralítið sótthræddur á minni löngu ævi en kannski ætti maður að vera betur á verði. Ég hef látið mér í léttu rúmi liggja hvort svínainflúensan er komin til landsins og hvorki keypt mér grímu, spritt eða einhver töfralyf til að varna þessum veiruher að komast inn í skrokkinn á mér (Biðst afsökunar, ég á víst að segja "versla mér" en ekki "kaupa mér" skv. hinum einörðu tilskipunum fjölmiðlafólks).
En það er þetta með áfallastreituröskunina. Ég held að ég skilji íslensku nokkuð vel en verð að segja eins og er; orðið áfallastreituröskun veldur mér talsverðum heilabrotum, ég veit að þetta kemur eitthvað inn á heilbrigðið. En nú held ég að ég sé búinn að skilja þetta til fulls.Þetta á við ef maður verður fyrir áfalli, dettur niður stiga, verður fyrir bíl, stígur á nagla eða eitthvað annað. Þá er áfallið komið, ekki vafi. Af áfallinu fæ ég líklega streitu, það er víst eitthvað skylt við það sem í gamla daga var kallað taugveiklun eða móðursýki. En þá fer málið að vandast. Ef streitan er ekki viðvarandi heldur að koma og fara þá er streitan sem sagt að raskast, hún slitnar sundur. Er það þá jákvætt að vera stöðugt með streitu, er það betra en að hún sé á stöðugut að raskast? En ef hún kemur og fer eins og sjávarföll þá er viðkomandi klárlega kominn með "áfalla-streitu-röskun"
Nei skrattakornið, ég held að ég sé ekki með "áfallstreituröskun".
Bloggfærslur 12. maí 2009
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar