20.6.2009 | 17:40
Viðbrögð fólks við rústabjörgun ríkisstjórnarinnar oft með ólíkindum
Það var æpt hátt á Austurvelli í vetur og raunar víða um land. Yfirþyrmandi reiði gegn útrásarvíkingunum, mönnunum sem eru örugglega búnir að koma undan stórum summum í skattaskjól víðsvegar um heim, og á tímabili að minnsta kosti gegn þeim stjórnmálmönnum, embættismönnum og stofnunum sem létu þetta viðgangast. En minnið virðist æði skammvinnt, það virðist sem svo að það sé að líða fólki úr minni hvernig allt þetta byrjaði. Það er ekki nokkur vafi á að ófarirnar byrjuðu með einkavinavæðingu bankanna þriggja, Landsbanka, Kaupþings og Glitnis. Mikill meirihluti þjóðarinnar var fylgjandi því að einkavæða bankana, það væri skárri kostur en að þeir væru ríkisreknir með tilheyrandi spillingu, hyglun vina og ættmenna og tök stjórnmálaflokkanna í gegnum bankaráðin og pólitísku bankastjóranna.
En hverjir voru það sem leiddu og stóðu fyrir einkavæðingu bankanna? Er það virkilega að gleymast að það voru þeir sem þá sátu í ríkisstjórn, það var samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem réttu einkavinum sínum bankana á spottprís, Björgólfum, Ólafi í Samskipum og Finni Ingólfsyni svo nokkrir séu nefndir. Svo tóku glæframenn úr viðskiptalífinu fullan þátt í þessu, sérstaklega var það áberandi í Kaupþingi. En það var heitt í kolunum í vetur of ekki að undra.
En við fórum í gegnum kosningar í vor og út úr þeim kosningum kom afgerandi um boð til þeirra tveggja flokka sem þá þegar voru komnir í rústabjörgun, minna fór fyrir hinum háværu pottalemjurum, þó varð til lítill flokkur Borgarahreyfingin með fjóra þingmenn og þeirra framganga virðist æði brottgeng.
En síðan rústabjörgunin hófst undir forystu Jóhönnu og Steingríms virðist hafa myndast tvenns konar hávær öfl sem ekkert gera nema æpa og öskra svo sem fyrrum. Það eru annarsvegar mjög óábyrgir stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu á þingi og þar fer fremstur í flokki hinn nýi formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð og hefur sér til fulltingis tvær þingkonur, þær nefnst Vigdísi og Eygló. Þessi þríeining er ný á þingi og það er dapurlegt að þetta tiltölulega unga fólk virðist halda að það veki best á sér athygli með upphrópunum og ábyrgðarleysi. Þetta eru engir venjulegir tímar og þó þau séu ný á Alþingi þá bera þau ábyrgð á fortíð og afglöpum Framsóknarflokksins, þau ættu þess vegna ekki að hreykja sér hátt með óábyrgum upphlaupum, þjóðin er búin að fá nóg af slíku. Hins vegar eru ýmsir sjálfkjörnir einstaklingar sem stöðugt gera hróp að þeim sem í rústabjörguninni standa. Lengi hefur verið æpt á strætum og gatnamótum og auðvitað í fjölmiðlum "að ekkert sé gert" meira að segja ljósastauraökumaðurinn Eyþór Arnalds (sem DV gaf út sérstakt Suðurlandblað honum til heiður með forsíðumynd) "að landið sé stjórnlaust". Hann er aðeins einn af stórum hópi sem slíku hefur haldið fram þó allir viti bornir menn ættu að sjá og skilja að flórinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn verður ekki mokaður á einum degi, einum mánuði eða einu ár, það mun taka mörg ár.Það hefur verið unnið hörðum höndum af ríkisstjórn, öllum stofnunum ríkisins, samtökum atvinnurekenda og launþega að finna leiðir út úr þessum hrikalega vanda eftir að þessir tver flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkar, eyðilögðu undirstöður samfélagsins. Hefði þeir staðið sig betur í rústabjörguninni´ Og í dag heyrir maður að Hörður Torfason er kominn aftur á Austurvöll og veit nákvæmlega að allt sem nú er verið að gera til björgunar sé rangt. Ef þessi maður vissi nákvæmlega á sl. vetri hvað gera skyldi til bjargar, hvers vegna bauð hann ekki fram krafta sína og bauð sig fram til þings? Hörður Torfason er persónugervingur allir þeirra áábyrgu einstaklinga sem hafa ekkert fram að leggja annað en skammir, niðurrif og upphrópanir.
Við höfum þörf á öðru núna á þessum svo sannarlega síðustu og verstu tímum
Bloggfærslur 20. júní 2009
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 114273
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar