Sjónvarpið er að verð vonlaus fjölmiðill

Eru þeir sem ráða dagskrá Sjónvarpsins gengnir af göflunum? Ég lagði það á mig í kvöld að horfa á langan þátt um Elísabetu Bretadrottningu dragnast með Pusa mann sinn í heimsókn til Bush og Láru meðan þau bjuggu enn í Hvíta húsinu (en sem betur fer eru þau farin þaðan), Ekki nóg með það að sýndur hafi verið langur þrautleiðinlegur þáttur um breska drottningarslektið heldur stendur það svar á hvítu í dagskrárdálki Morgunblaðsins að það eigi eftir

að koma fimm þættir í viðbót næstu fimm mánudaga!!!

Hverjir hafa ánægju af slíkum þáttum? það væri fróðlegt að þeir gefi sig fram því ég hygg að það verði ekki langur listi.

Í gærkvöldi var að sjálfsögðu bíómynd sunnudagskvöldsins. Þar var tilkynntur til leiks einn af mínum uppáhaldsleikurum, Jeremy Irons. En þrátt fyrir að honum brigði fyrir gafst ég upp enda engin leið að botna hið minnsta í framvindunni. Sjónvarpið hefur haft það fyrir reglu að sýna furðulegar eða sorglegar myndir á sunnudagskvöldum. Margir eru haldnir verkkvíða fyrir komandi vinnuviku, væri ekki rétt að hressa fólk við á sunnudagskvöldum með hressilegum og skemmtilegum myndum.

En það væri ekki réttlátt að minnast ekki á einstaka góða þætti. Þættirnir um sólkerfi okkar og sérdeilis um jörðina eru stuttir, hnitmiðaðir og fróðlegir.

En aftur í það neikvæða. Hverjir hafa áhuga á Dönum sem elta uppi aðra Dani víðsvegar um veröldina og láta líta út sem þeir komi á óvart með sjaldséðan ættingja. Dapurleg amerísk fyrirmynd.

 

 


Má bjóða þér drullu í dós?

Þrátt fyrir allar tímabundnar þrengingar þá búum við Íslendingar enn við, og vonandi um ókomna framtíð, að fá alla þá heilbrigðu fæðu sem við þurfum á að halda. Gamall maður eins og ég man að það var ekki hægt að fá ávexti nema örlítið fyrir jólin og grænmeti var af skornum skammti, helst voru það auðvitað kartöflur og margir reyndu að rækta svolítið af gulrófum. Nýmeti var sjaldgæft til sveita nema helst í sláturtíðinni á haustin en þeir sem bjuggu við sjávarsíðuna fengu oftast nýja soðningu.

Éttu og drekktu "fæðubótaefni" er dagskipunin

Já, það er með ólíkindum að þá fyrst þegar við höfum fjölbreytt fæðuval lætur fólk, og aðallega unga fólkið, tæla sig til að kaupa alls kyns sull í flöskum og dósum sem "fæðubótaefni". Sú var tíðin að fyrir rúmri öld fóru ugluspeglar um sveitir og seldu fáfróðu fólki sull á flöskum sem bar nafnið "kínalífselixír. Þetta átti að vera allsherjarlyf sem læknaði allan krankleik hvernig sem hann birtist. Vísir menn sáu auðvitað í gegn um falsarana og voru þeir gerðir brottrækir úr öllum sveitum. Lengi á eftir var gert stólpagrín að þeim sem létu glepjast og keyptu og drukku sullið. En nú er öldin önnur. Nú eru fjölmargar verslanir með herskara sölumanna sem selur fáráðlingum alls kyns fæðubótaefni.Óþverri

Eyðileggur lifrina eins og alkóhól

Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var sagt frá uppgötvun Finna. Skorpulifur er ekki einungis afleiðing af drykkjuskap og ofneyslu áfengis. Jafn slæmt, ef ekki verra eru öll þessi drulla sem fávís ungdómur (og raunar þeir sem eldri eru einnig) lætur ginna sig til að kaupa og drekka sem "fæðubótaefni"..

Hér til hliðar er mynd af flösku með einni tegund af þessu eitursulli. Nú er nóg komið af vitleysunni.

 


Bloggfærslur 27. júlí 2009

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 114274

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband