Ótrúleg langloka í Sjónvarpinu um lýðskrumarann Sturlu vörubílstjóra

Ég er vart farinn að trúa því enn að Sjónvarpið hafi tekið besta sjónvarpstímann í gærkvöldi til að sýna eitthvað lélegasta sjónvarpsefni sem nokkurn tíma hefur ratað á skjáinn í Sjónvarpinu og þarf mikið til að komast á lágpunktinn. Sýnd var mynd eftir þann gamla Kópavogsbúa Helga Felixson sem bar nafnið "Guð blessi Ísland". Í fyrsta lagi var mynd þessi ákaflega illa gerð, langloka sem tók hvorki meira né minna en 1 klst. og 40 mín. að sýna. Mikið efni var frá óeirðum og skrílslátum við Alþingishúsið, Hótel Borg, Lögreglustöðina og Stjórnarráðshúsið. Ekki fór á milli mála með hverjum hjarta kviðmyndgerðarmannsins sló. Fólk á fullan rétt á að mótmæla og halda útifundi en það er með ólíkindum hvað skríllinn, sem notaði tækifærið, fékk að starfa í skjóli þeirra sem fyrir útifundum stóðu, fékk að vaða uppi og tæplega mátti á hann anda. Ólíklegasta fólk tók upp hanskann fyrir skrílinn m. a.  mælti einn af núverandi ráðherrum, Álfheiður Ingadóttir, þáverandi óbreyttur Alþingismaður, skrílnum bót, skrílnum sem reyndi að brjótast inn í Lögreglustöðina við Hverfisgötu og hefur ekki tekið þann stuðning til baka. Þar var réðst skríllinn á Lögreglustöðina til að frelsa mömmustrákinn sem var í skrílnum með mömmu sinni,en hún lék stórt hlutverk í mynd Helga.

En aðalhlutverkið lék Sturla vörubílstjóri sem hefur tekist að ná ótrúlega langt með því að leika einhverskonar frelsishetju, en er þó fyrst og fremst lýðskrumari og hræsnari. Sturla gefur sig út fyrir að vera fórnarlamb hrunsins sem er langt frá öllum staðreyndum. Hann var þegar árið 2007 kominn í þrot með offjárfestingum m. a. með kaupum á einhverjum yfirgengilegasta vöruflutningabíl með vagni sem sést hefur hérlendis. Enda játuðu bæði kona hans og sonur að á árinu 2007 hefði fjölskyldan þegar alvarlega rætt um að flýja land.

Sturla vörubílstjóri þurfti ekkert hrun til að komast í þrot, hann væri maður að meiri ef hann viðurkenndi það opinberlega í stað þess að leika einhvern frelsandi engil sem í öðru orðinu ætlar að bjarga Íslandi en í hinu að flýja land.

Þetta kunna að þykja hörð orð en lýðskrumarar og hræsnarar hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá mér. 

Ég ætla að vona að Sjónvarpið sjái að sér og bjóði ekki landmönnum upp á jafn illa gerða þvættingsmynd og sýnd var í gærkvöldi á besta tíma undir því slepjulega heiti "Guð blessi ísland".


Bloggfærslur 4. janúar 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband