Er skynsamlegt að gera landið að einu kjördæmi?

Þessi krafa, að Ísland verði eitt kjördæmi, er ekki ný af nálinni. Það sem fyrir þeim vakir, sem aðhyllast þessa stefnu, er að sjálfsögðu múmer  1, 2 og 3 að þannig verði endanlega náð fram algjörlega jöfnu vægi atkvæða sem lengi hefur verið stefnt að. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið á kjördæmaskipan hníga allar í þá átt. En fólksflutningar innanlanda skekkja fljótlega þann jöfnuð sem í sjálfu sér var ætíð nokkuð langt frá því að nást.

Vissulega er það lýðræðislega rétt að vægi atkvæða sé sem jafnast, helst algjört.

En í þessu máli, sem svo mörgum öðrum, fylgir  böggull skammrifi. Með því að gera Ísland að einu kjördæmi koma fylgifiskarnir:

Efling flokksræðis er sá hættulegasti. Er ekki hættan sú að með þeirri gjörð verði allt vald og ákvarðanir um framboð flutt til höfuðstöðva flokkanna sem allar eru í Reykjavík? Hvað mundi Gunna á Raufarhöfn eða Jón á Rauðasandi hafa um þetta að segja? Hætt er við að áhrif þeirra, og annarra á landbyggðinni sem oft á tíðum eru sáralítil í dag, hverfi næstum því með öllu.

En ein spurning vekur aðra. Er hægt með því að stórauka persónukjör og gefa kjósendum meira val í kjörklefanum að vinna gegn nefndu flokksræði. Er mögulegt að frambjóðendur séu á listum flokka og einnig einstaklingar sem bjóða sig fram á eigin vegum eða á vegum ákveðinna hópa? 


Hvað vakir fyir þingmönnum, sem fljótlega eftir að Stjórnlagaþing var ákveðið, fóru að koma fram með tillögur sem varða stjórnarskrána?

Mér finnst þetta nokkuð sláandi. Alþingi, sem hefur ekki getað endurskoðað Stjórnarskrána i heild frá lýðveldisstofnun er nú farið að vasast í breytingum á stjórnarskrártengdum málum. Það er vitað að aðgreining þriggja þátta stjórnkerfisins verður eitt mikilvægasta verkefni Stjórnlagaþings. Samt eru þingmenn að koma fram með tillögur um að þingmenn segi af sér þingmennsku ef þeir verða ráðherrar, landið verði gert að einu kjördæmi og núna síðast að setja einhverskonar reglur um persónukjör. 

Ættu ekki Alþingismenn að sýna verðandi Stjórnlagaþingi þá virðingu og það traust að slík mál verði þar tekin föstum tökum og verði í þeirri heildarendurskoðun Stjórnarskrárinnar sem að er stefnt?


Ég hef boðið mig fram til Stjórnlagaþings

Ég var að koma frá pósthúsinu hér i Þorlákshöfn, sem er reyndar með afgreiðslu hjá Landsbankanum, og póstlagði framboð mitt til Stjórnlagaþings með 44 meðmælendum. Ég mun bráðlega ræða ýmis atriði sem mér finnst að þyrfti að ræða vandlega á Stjórnlagaþinginu og þá gætu ef til vill orðið nokkur málefnaleg skoðanaskipti.

Bloggfærslur 11. október 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband