22.10.2010 | 11:50
Stjórnarskráin á að tryggja trúfrelsi á Íslandi
Eitt af "heitustu" málum dagsins í dag er hvernig skilja beri "trúfrelsi" og það kann að vera skiljanlegt eins og trú er fjölmörgum mikilvæg og ekki er vafi á að kristin trú er það sem flestir aðhyllast á landi hér. En eftir að "trúfrelsi" var tekið í lög hérlendis hafa fjölmörg önnur trúarbrögð en kristin trú náð hér fótfestu. Þá kemur þversögnin; kristnir menn, eða eigum við að segja hin lúterska Þjóðkirkja, er ekki tilbúin að viðurkenna jafnrétti allra trúarbragða.
Þess vegna kemur ekki annað til greina en að í nýrri Stjórnarskrá verði gerður alger skilnaður milli ríkis og Þjóðkirkju. Margir kirkjunnar menn halda því þó fram að sá aðskilnaður sé þegar orðinn en það er alrangt, við erum enn með okkar Ríkiskirkju sem vill ekki sleppa þeim áhrifum sem hún hefur náð inn í menntakerfi þjóðarinnar.
Í núverandi Stjórnarskrá , SJÖUNDA KAFLA, 62. grein, stendur:
Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Stjórnarskráin núverandi er oft heldur loðin en hér fer ekkert á milli mála, við höfum Ríkistrúarbrögð. Það þýðir lítið fyrir forystumenn Þjóðkirkjunnar að halda öðru fram þó ýmsar breytingar hafi verið gerðar á undanförnum árum á tengslum Ríkis og Þjókirkju.
Hér á landi ríkir miklir fordómar gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristinni trú. Ekki hvað síst er það íslamstrú sem fordómarnir beinast að og er þá bent á árásirnar á Tvíburaturnana í New York og ýmis önnur hermdarverk sem íslamistar hafa gert sig seka um. Þessi verk minnihluta íslamista eru síðan heimfært upp á trúarbrögðin í heild sem er auðvitað hrein firra.
Kristnir menn eru engan veginn með hreinan skjöld frekar en íslamistar en það væri hrein firra að það sé heimfært upp a trúarbrögðin í heild. Ég ætla að nefna aðeins eitt dæmi. Árið 1982 voru framin í Líbanon, í flóttamannabúðunum Shabra og Shatila einhver hryllilegust fjöldamorð á síðari tímum og þar voru að verki kristnir falangistar, Líbanar. Ekki voru þeir einir að verki því Ísraelski herinn sat um búðirnar til að enginn slyppi burt. Þegar þetta gerðist voru nær allir karlmenn í búðunum flúnir til Túnis svo fórnarlömbin voru konur, börn og gamalmenni. Þarna gengu kristnir men fram af ótrúlegri grimmd, fyrst með nauðgunum og síðan allsherjar slátrun.
Eigum við að fordæma kristna trú vegna þessara og annarra álíka voðaverka sem kristnir menn hafa á samviskunni?
Að sjálfsögðu ekki.
Nú er mikið deilt um áhrif kristinnar kirkju og presta hennar í skólum landsins allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla. Þessi þungu áhrif prestanna koma mér talsvert á óvart því þetta þekktist ekki í mínu ungdæmi, en það er æði langt síðan ég var ungur. Þessi áhrif hafa greinilega verið að aukast jafnt og þétt á liðnum árum.
Mín afstaða er afdráttarlaus:
Við eigum að aðskilja Ríkið og Þjóðkirkjuna algerlega.
Engin kirkjudeild á að hafa aðgang að óbörnuðum börnum og ungmennum innar skólaveggja.
Við eigum, sem hluta af sögukennslu, að fræða um trúarbrögð og þá öll trúarbrögð.
Hver trúarbrögð og sá söfnuður sem þau reka, á að starfa innan sinna kirkna og safnaða, þeir sem þangað vilja sækja styrk og trú á að vera það að öllu frjálst.
Ríkisvaldið á að styðja trúarsöfnuði hvaða trú sem þeir boða. Það er greinilegt að mikill meirihluti þjóðarinnar er trúaður á einhvern hátt.
Þarna á að vera fullkominn jöfnuður og það eru alls engin rök að einhver trúarbrögð hafi meira fylgi en önnur, algjört jafnræði skal ríkja.
En aftur að Þjóðkirkjunni. Ég er undrandi á hvað þeir sem mæla fyrir munn hennar eru harðir á því að þessi kirkjudeild verði að vera undir sérstakri vernd ríkisins, að prestar hennar megi þröngva sér inn í skóla landsins til að þeir, þó ekki sé nema með nærveru sinni, klæðnaði og atferli, geti haft áhrif á óharðnaðar sálir sem eiga tvímælalaust rétt til að verði ekki fyrir slíkri innrætingu. Þarna finnst mér birtast ótrúleg minnimáttatkennd og vantrú á boðskap og stafi núverandi Þjóðkirkju. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ekkert mundi efla meir hina evangelísku lútersku kirkju en að losa hana úr hinu langa faðmlagi við ríkið og að hún hætti því að efna til ófriðar við svo marga þegna þessa lands.
Er ekki friðarboðskapur (ef við sleppum Gamla testamentinu) kjarninn í boðskap kristinnar trúar?
Bloggfærslur 22. október 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar