Hvimleið ónákvæmni í fjölmiðlum og ekki síður dapurleg málþróun

Til hamingju með afmælið á morgun þríburar á Brjánslæk. Ég var að lesa um ykkur í Fréttablaðinu í morgun og þá kom enn einu sinni í ljós léleg landafæðikunnátta fréttamanns, eða var það bara flumbrugangur? Þríburarnir voru sagðir eiga heima á Brjánslæk, reyndar á Brjánslæk við Patreksfjörð. Ég fór að kanna í eigin huga hvort einhver bær með því nafni sé við Patreksfjörð en þegar ég sá að þríburarnir sækja skóla að Birkimel þá fór ekki á milli mála að þeir eiga heima á Brjánslæk á Barðaströnd við Breiðafjörð.

Hvernig væri nú fjölmiðlamenn góðir að vanda sig svolítið betur?

Þó ég væri ekki að leggja náið við hlustir þá heyrði ég að í útvarpinu á Rás 1 var einhver umræða  um Snæfellsnes. Þar var sagt að á nesinu væru þrír þéttbýliskjarnar (5 atkvæði). Hvers á hið gamla stutta og snjalla orð ÞORP (1 atkvæði) að gjalda? Ég á heima í Sveitarfélaginu Ölfusi og til nánari skýringar í þorpinu Þorlákshöfn.


Landselur var það, ekki útselur

Ekki er nokkur vafi að skemmtilegasta sjónvarpsefni, sem nú er í boði, er Útsvar. Þau eru aldeilis prýðilegir stjórnendur þau Þóra og Sigmar. Mismunandi er hvernig keppendur ýta undir húmor og skemmtilegheit, i gær var stórgaman af liðum Reykjaness og Álftaness.

Í gær varð að koma fram leiðrétting vegna fjölda sveitarfélaga og þar var annað liðið í þarsíðustu keppni hækkað um 15 stig sem þó hafði ekki áhrif á úrslitin.

Í gærkvöldi kom svar í flokkaspurningum frá Álftnesingum hvaða selur sæist a mynd. Álftnesingar svöruðu að þar væri liggjandi útselur og fengu stig fyrir rétt svar. Ég er alinn upp á Þjórsárbökkum en þar á eyrunum kæpti landselurinn og frá blautu barnsbeini man ég ekki eftir nokkru vori að ekki væru veiddir 20 - 30 landselskópar. Það er öruggt að svarið útselur var rangt, myndin var af landsel. Útselurinn er miklu stærri og þessa seli er auðvelt að að þekkja í sundur á höfuðlaginu, útselurinn er miklu stórskornari.


Bloggfærslur 9. október 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband