1.11.2010 | 12:05
Þrjár stofnair eða samtök grafa sína eigin gröf
Ég við Þjóðkirkjuna, Landsamband íslenskra útvegsmanna og Bændasamtök Íslands. Ég hef hér að framan lýst þeirri skoðun minni að það eigi að aðskilja Þjóðkirkjuna og Ríkið alfarið. Þetta er af neinum fjandskap við hina evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjuna. En ég undrast viðbrögð biskupa, presta og preláta við hófsömum tillögum Menningarráðs Reykjavíkur um að ekki skuli stunda trúboð í skólum. Enginn dregur í efa að meirihluti Íslendinga eru í hinni evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjunni, en á fleira ber að líta.
Þarna komum við að mikilvægu atriði sem varðar störf þeirra sem á Stjórnagaþing setjast. Meirihlutinn verður ætíð að taka tillit til þeirra sem eru í minnihluta. Mér blöskrar hvað forystumenn hinar evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjunnar, eru blindir á þessi sjálfsögðu mannréttindi. Þeir berjast gegn öllum breytingum á eigin forréttindum í skólum landsins. Þeir ættu nú að líta í eigin barm og spyrja sjálfa sig; erum við ekki að skaða okkar eigin kirkju og boðskap hennar með þessu framferði, er það kirkju okkar til framdráttar að búa til vaxandi óvild í garð hinar evangelísku lútersku kirkju, Þjóðkirkjunnar?
Landsamtök íslenskra útvegsmann eru hagsmunasamtök þeirra sem gera út fiskiskip, allavega stærri fiskiskip. Þeir sem þann atvinnuveg stunda fengu fyrir um tuttugu árum eignarhald á auðlindinni, fiskinum í sjónum. Á meðan tilfinningar blossa vegna auðlinda á landi virðast flestir láta sér þetta í léttu rúmi liggja.
En ég held áfram að klifa á því að með þessu ólöglega eignarhaldi (þeir sem það framseldu höfðu engan rétt til þess) hafi útvegsmönnum verið réttur eitraður bikar sem nú er að leggja heilbrigði þeirra í rúst. Þetta er það sem hefur sogað gífurlega fjármuni út úr greininni.
En útvegsmenn umhverfast í hvert sinn sem aðeins er kvakað um endurheimtur á réttlætinu, að þjóðin fái til baka sína eign, auðlindir hafsins. Íslenskur sjávarútvegur ætti að taka slíku fagnandi, fagna því að þeir væru frelsaðir frá því að dæla fármagni í kaup á kvóta eða leigu, borga þeim fúlgur fjár sem hætta og leggjast í ljúfa lífið í útlendur stórborgum og flatmaga á sólarströndum, þess í stað að greiða samfélaginu sanngjarnt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
En útvegsmenn eru sjálfum sér verstir, þeir halda að þeir muni missa spón úr aski, engu má breyta.
Bændasamtök Ísland hafa viðurkennt að þau standi að hluta undir rekstrarkostnaði Heimssýnar, samtaka sem ekki aðeins berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu heldur vinna að því öllum árum að aðildarviðræðum verði hætt. Ég get engan veginn sagt á þessari stundu hvort ég muni greiða atkvæði með inngöngu Íslands í Evrópusambandið, til þess skortir mig þær upplýsingar sem aðildarviðræðurnar skila. Reyndar tel ég að frekar ólíklegt að við fáum viðunandi samning, en umfram allt; látum reyna á það. En nú er spurningin þessi: Hafa Bændasamtök Íslands rétt til að láta mikla fjármuni af hendi rakana til samtaka sem berjast fyrir því að við fáum aldrei svör við því hvort við náum fram þeim samningum við Evrópusambandið að það verði þess virði að skoða hann og meta og taka afstöðu til hans í þjóðaratkvæðagreiðslu? Eru Bændasamtök Íslands með umboð allra bænda til að verja fjármunum í það að bændur fái aldrei að vita hvað í boði er og hvaða kvaðir fylgja? Er það ekki með öllu siðlaust að samtök og atvinnugrein, sem þiggur geysilegt fé úr okkar sameiginlegu sjóðum, verji fé til einhliða áróður fyrir að berja niður öflun upplýsinga sem bændur landsins hafa sannarlega rétt til að fá?
Enn ein samtökin sem augljóslega vinna gegn eigin hagsmunum og hika ekki við siðleysi og jafnvel lögbrot í þeim tilgangi.
Bloggfærslur 1. nóvember 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar