Fulltrúalýðræði, með rétti til að skjóta málum í þjóðaratkvæði, er sá rammi sem ég sé sem ríkjandi stjórnarform á landi hér

Lýðveldið í Aþenu til forna og íslenska þjóðveldið á miðöldum eru líklega þau þjóðfélög sem hafa komist næst beinu lýðræði. Svo virðist sem ýmsir virðist sjá beint lýðræði í hillingum eða hvernig ber að skilja kröfuna um "valdið til fólksins". Þessi tvö fyrrnefndu þjóðríki liðu undir lok, þar kom ýmislegt til, ekki síst að skortur á einhverju valdi til að koma málum í framkvæmd sem fjöldinn hafði ákveðið. Þá kom til sögunnar fulltrúalýðræði, að vísu ekki hérlendis því tvö öfl náðu öllum völdum á Íslandi, Noregskonungur og Kaþólska kirkjan.

En lýðræðið með sínu fulltrúaveldi hefur reynst skásta stjórnarformið sem mannkynið hefur notað þrátt fyrir alla sína galla.
En hérlendis hefur því miður margt í grundvallareglum lýðveldisins verið fótum troðið á þessari og síðustu öld. Tveir valdamenn höfðu ekkert vald til að skipa Íslandi í flokk þjóða sem ýmist réðust á glæpsamlegan hátt inn Írak eða studdu innrásina, en gerðu það samt. Komin er út ævisaga hins merka stjórnmálamanns Gunnars Thoroddsen sem lýsir vel þeirri spillingu sem ríkti nær alla síðustu öld og ekki batnaði ástandið eftir að við komum fram á þessa öldina.
Ég er mjög hlynntur því að við sköpum öryggisventla fyrir að Stjórnarskrá sé haldin og stjórnsýslan og framkvæmdavaldið taki sér ekki meiri völd en það á að hafa samkvæmt okkar leikreglum.
Það munum við gera með ströngu eftirliti og ekki síður málskotsrétti til almenning, með réttinum að skjóta málum í þjóðaratkvæði.
En þar þurfum viða að vanda okkur, þjóðaratkvæði á að vera réttur sem umgangast á með virðingu. Það verða að vera ákveðnar, allt af því strangar reglur um hverjir hafa rétt til að skjóta málum í þjóðaratkvæði eða krefjast þjóðaratkvæðis.
Þá kemur tæknin til sögunnar. Með nútímatölvutækni þarf þjóðaratkvæðagreiðsla ekki að vera svo kostnaðarsöm. Við getum einfaldlega virkjað okkar heimabanka til þess að hver og einn geti kosið heima hjá sér, það er lítið mál að sjá til þess að aðeins sé kosið einu sinni á hverja kennitölu. Enn er einhver þjóðfélagshópur sem ekki hefur tileinkað sér möguleika tölvunar. Þeim verður að gera kleyft að fá aðstoð við atkvæðagreiðslur á þennan hátt.
Og um leið og atkvæðagreiðslu lýkur liggja úrslitin fyrir.


Látum ekki umræðuna um aðskilnað ríkis og kirkju yfirgnæfa önnur og mikilvægari mál í aðdraganda kosninga til Stjórnlagaþings

Ég legg til einfalda málsmeðferð á Stjórnlagaþingi. Fellum 62. grein, sem segir að hin evangelíska lúterska kirkja sé þjóðkirkja og ríkinu beri að styðja hana,  brott úr Stjórnarskránni. Hins vegar verði áréttað að algert trúfrelsi ríki á Íslandi.
Þetta mundi í sjálfu sér engu breyta um þjóðkirkjuna, samningar milli ríkis og kirkju mundu gilda áfram.
En eftir að ný Stjórnarskrá hefur verið samþykkt og hefur tekið gildi er það þjóðarinnar að ákveða stöðu evangelísku lútersku kirkjunnar hér á landi, það verði einfaldlega ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvernig á að stöðva heimskulegar ákvarðanir frankvæmdavaldsins sem hafa í för með sér stórskaða og fjárjagslegt tap?

Hefur þetta eitthvað með nýja og endurskoðaða Stjórnarskrá að gera? Vissulega kann svo að vera að einhver verði að vera til í þjóðfélaginu, einhverskonar sía sem stöðvað getur yfirgengilegar heimskulegar fjárveitingar til vonlausra framkvæmda.
Það er ekki ólíklegt að nú segi einhver: Nefndu dæmi máli þínu til stuðnings.
Dæmið er Landeyjahöfn, vonlausustu framkvæmd síðari tíma. Það sem fær mig til að vekja máls á öllum þeim fjármunum sem þar munu sökkva í sandinn er glapræði Ögmundar Jónassonar og dómgreindarleysi að láta þá misvitru verkfræðinga sem hönnuðu þetta vonlausa mannvirki til að fleygja nú 180 milljónum til viðbótar í sandinn, í tóma vitleysu. Þar á að búa til varnargarð úr sandi til að færa árósa Markarfljót 2 km til austur!!!. Þetta er fyrsta vers. Í öðru lagi á að gera samning við dýpkunarfyrirtæki um stöðugan sandmokstur í vetur. Þetta er annað vers. Í þriðja lagi á að smíða sandplóg sem lóðsbáturinn í Vestmanna eyjum á að nota til að drag sand út úr höfninni. Þetta er þriðja vers, allt er þegar þrennt er.
Allt verður þetta unnið fyrir gíg. Það er ekki framburður Markarfljóts sem orsakar sandfyllingu Landeyjahafnar, það er hinn gífurlegi sandburður sem er á stöðugri hreyfingu út af og við ströndina. Skammt fyrir vestan Landeyjahöfn strandaði togarinn Surprise fyrir 40 - 50 árum. Skipið sat þar fast í sandinum og náðist aldrei af strandstað. Í dag sést hvorki tangur né tetur eftir af togaranum, sjórinn er búinn að grafa hann fyrir löngu í sandinn.
Sjórinn mun mjög líklega grafa undan hafnargörðum Landeyjahafnar og færa þá að lokum endanlega í kaf.
Það eina sem nú á að gera af viti er að hafna allri frekari peningasóun í þetta fyrirtæki, ákveða að ekki verði reynt að nota höfnina í vetur og Herjólfur fari sína gömlu leið til Þorlákshafnar. Vistmannaeyingum er ekki bjóðandi upp á þessa hringavitleysu að vita aldrei hvort siglt verður til lands í dag eða ekki.
Það eina rétta hefði verið að kaupa nýjan Herjólf, hraðskreiðari ferju sem hefði siglt á milli Þorlákshafnar og Eyja á innan við 2 klst.
Það er mikil þörf á því að inn í stjórnsýsluna verði settur öryggisventill sem getur komið í veg fyrir að anað sé út í vonlausar framkvæmdir og gífurlegt fjárhagstap.
Ekki ólíklegt að í nýja Stjórnarskrá verði að koma ákvæði um slíka málsmeðferð.

Bloggfærslur 17. nóvember 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband