Lokaorð vegna Stjórnlagaþings

Aðeins tveir dagar til kjördags þegar við öll fáum það einstaka tækifæri til að kjósa beint 25 fulltrúa sem fá það hlutverk að rita nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Öruggt að við þessi eldri fáum ekki slíkt tækifæri aftur, jafnvel ekki sú kynslóð sem hefur kosningarétt í dag.

Fyrir það fyrsta þá bendi ég þeim sem vilja enn kynna sér svolítinn boðskap og hvatningu frá okkur frambjóðendum að fara á:

kjostu.org

Þar eru góðar leiðbeiningar fyrir þá sem enn eru ekki alfarið búnir að  átta sig á því hvernig á að kjósa og hvatning frá okkur frambjóðendum til ykkar kjósenda til að koma á kjörstað og taka þátt í þessu einstaka tækifæri.

Til ykkar ágætu meðframbjóðendur

Hvatningarhópur frambjóðenda er okkar sameiginlega átak til að upplýsa kjósendur og hvetja þá til að kjósa, það er okkar hagur sem erum í framboði og landsmanna allra.

En við vissum alltaf það þyrfti að kosta einhverju til og því var búist við að hver og einn frambjóðandi legði fram nokkra upphæð, segjum 5.000 kr. inn á þessa bankaslóð; 

526 - 14 - 402711 - kt. 440902-2270

Ef framlög verða umfram kostnað rennur mismunurinn til góðgerðarmála.

Að svo mæltu þakka ég fyrir skemmtilega kosningabaráttu ,

Sigurður Grétar Guðmundsson 4976

 


Bloggfærslur 24. nóvember 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband