15.12.2010 | 10:23
Aðeins um tvennt að velja í ICESAVE málinu skelflega
Hverjir eru þessir tveir kostir?
1. Samþykkja fyrirliggjandi samning.
2. Samþykkja ekki fyrirliggjandi samning og vísa þar með málinu inn á dómstólaleiðina.
Margir lögfróðir menn halda því stíft fram að Íslendingum beri ekki að greiða nokkurn skapaðan hlut vegna ICESAVE. Ekki er ég nægilega lögfróður til að gata gert mér grein fyrir ábyrgð okkar á greiðslu eða ekki. En eitt er víst, það ólánsfyrirtæki gamli Landsbankinn fór með ryksugu um Holland og Bretland til að hafa sparifé út úr auðtrúa sálum. Nú eru allar líkur á að þær eignir sem til eru í þrotabúi gamla Landsbankans fari langleiðina til að greiða skuldina. Ekki getur nokkur maður efast um að þar er um réttláta kröfu að ræða, ICESAVE skuldin mun greiðast að mestu leyti með eignum gamla Landsbankans, þar er um forgangskröfu að ræða.
En eitthvað stendur út af og þar kemur til kasta Ríkissjóðs að standa skil á því, líklega nær 50 milljörðum króna sem að sjálfsögðu verður að greiðast í evrum og pundum. Þar í liggur nokkur gengisáhætta, tæplega mun gengi íslensku krónunnar styrkjast næstu árin, hættan á falli er meiri.
Hvað gæti gerst ef samningum um ICESAVE verður hafnað (annaðhvort af þingi eða þjóð)?
Það er möguleiki á að gjaldskylda íslenska ríkisins verði dæmd okkur í vil, Ríkissjóði beri ekki að greiða umfram það litla sem er í Tryggingarsjóði fjármálafyrirtækja.
En hættan leynist bak við hornið. Íslenska ríkið ábyrgðist sparifé í íslenskum bönkum en aðeins á Íslandi, ekki í útlöndum. Þar er ekki um þjóðernislega mismunun að ræða heldur landfræðilega. Útlendingar sem kunna að hafa átt sparifé í íslenskum bönkum á Íslandi njóta tryggingar, en Íslendingar sem eiga sparifé í íslenskum bönkum í útlöndum njóta ekki tryggingar.
Það er mikil hætta á að þessi mismunun verði dæmd ólögleg og þá er ekki aðeins um lágmarkstryggingu á sparifé að ræða heldur 100% ábyrgð. En slíkur dómur skellur á íslenska ríkinu eru dökkir dagar framundan í íslenskum fjármálaheimi, mundum við standa undir slíkum dómi?
Það er ákaflega léttvægt að hrópa borgum ekki, borgum ekki. Hver og einn Íslendingur verður að skoða ICESAVE málið vandlega, allir verða að gera sér grein fyrir hvað það getur kostað að samþykkja fyrirliggjandi samning til lausnar deilunni, en ekki síður hver áhættan er að hafna honum.
Ég hef komist að niðurstöðu; ég tel að Alþingi eigi að samþykkja samninginn. Þar skora ég á stjórnarandstöðuna að vinna af heilindum og ábyrgð, það er full ástæða til að hafa grun um að hún (eða hluti hennar) ætli að nota þetta grafalvarlega mál í pólitískum hráskinnaleik.
Ef málið fer í þjóðaratkvæði mun ég greiða atkvæði með samþykkt þess samnings sem nú liggur fyrir til lausnar ICESAVE deilunni. Að láta það fara dómstólaleiðina er yfirþyrmandi áhætta, það gæti endað með ósköpum.
Bloggfærslur 15. desember 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar