Sigmundur Davíð hafði sitt fram og eyðilagði síðustu von okkar að losna úr ICESAVE martröðinni

Það náðist 100% samstaða allra íslenskra stjórnmálaflokka í ICESAVE málinu eins og Hollendingar og Bretar sögðu forsendu þess að unnt væri að leiða þetta mál til lykta. En sú samstaða er ekki um lausn ICESAVE heldur þvert á móti; lokatilboðinu að utan var hafnað og þarf ekki að fara í grafgötur um hver þar réði ferð. Að sjálfsögðu var það formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einhver hættulegasti maðkur sem komist hefur til áhrifa í landsmálum hérlendis. Ekki þarf að efast um að þar hefur Sigmundur Davíð átt góðan bandamann í Birgittu Jónsdóttur frá þeim rústum sem eftir eru af Borgarahreyfingunni sem öllu ætlaði að bjarga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei sýnt neina reisn í þessu máli, kom fram fyrir sjónvarsvélar og lýsti yfir fylgisspekt og hollustu við Sigmund Davíð. Þannig tókst stjórnarandstöðunni að svínbeygja þau Steingrím og Jóhönnu; þau áttu engra kosta völ en að fylgja þeim sem ósveigjanlegastur var, Sigmundi Davíð. Það gera þau tilneydd, ef þau hefðu ekki gert það hefði engin samstaða verið milli stjórnmálaafla á Íslandi eins og var grundvallarkrafa Hollendinga og Breta. Svo vissum við reyndar ekki upp á hverju ólíkindatólið á Bessastöðum tæki.

Það þarf enginn að velkjast í vafa um að þetta tilboð að utan var lokatilboð. Í báðum löndunum er pólitísk upplausn, Hollenska stjórnin fallin, þar er nánast stjórnlaust land, kosningar framundan í Bretlandi og þar af leiðandi verður ekkert við okkur talað á næstu mánuðum. Nú hlakkar í Sigmundi Davíð sem lýsti því glottandi í sjónvarpi að líklega yrði ekkert rætt  frekar um lausn málsins fyrr en í fyrsta lagi næsta haust.

Á meðan blæðir Íslandi, allt situr fast í okkar mikilvægustu málum; að koma atvinnulífinu á skrið, að fá það fjármagn sem okkur hefur verið lofað, að ráðast i virkjanir, orku verðum við að fá, að laða að útlenda fjárfesta sem munu sneiða hjá Íslandi meðan ICESAVE ófreskjan hangir yfir okkur.

Ég endurtek þá eindregnu skoðun mína: Það voru hrapaleg mistök að taka ekki því tilboði sem okkur barst frá Hollendingum og Bretum. Það hljóta allir að sjá að hér var um lokatilboð að ræða, þessar tvær þjóðir hafa enga burði né áhuga á að ræða við okkur um þessi mál frekar, allt bendir til langvarandi málaferla sem getur stórskaðað enn frekar íslenska hagsmuni.

Það verður okkur dýrkeypt að hafa lent í klóm gersamlega samviskulauss manns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarlokksins. Ég sé ekki nema eina lausn framundan til að frelsa land og þjóð frá þessum manni, að vísu daufa von: Að enn finnist svo heiðarleg og atkvæðamikil öfl innan Framsóknarflokksins að þau losi land og þjóð ( og flokks sinn) við þennan samvikulausa karakter Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Það er augljóst að hann á trygga samherja, "ungstirnin" Vigdísi og Eygló alþingiskonur og fram til þessa Höskuld Þórhallsson en það er athyglisvert að frá honum hefur ekkert heyrst að undanförnu.

En ég kalla eftir tveimur einstaklingum, þingmönnum Framsónarflokksins: Hvar eru þau Guðmundur Steingrímsson og Siv Freiðleifsdóttir? Ætla þau að láta Sigmund Davíð,  ekki aðeins eyðileggja Framsóknarflokkinn, heldur einnig rústa þá björgun sem stendur yfir í þjóðfélaginu?

Ég óska Össuri utanríkisráðherra góðrar ferðar á fund utanríkisráðherra Bandaríkjanna Hilary Clinton. En ég get alveg sagt honum það strax að þá ferð getur hann alvega sparað sér. Hilary Clinton hefur ekki nokkurn áhuga á þessari litlu eyju í Norðu-Atlantshafi  sem heitir Ísland. Hún mun ekki hafa nokkurn áhuga á hvernig okkur farnast  hérlendis. Hún hefur fangið fullt af hrikalegum vandamálum; klúðrinu í Afganistan og manndrápunum þar, ruglukollana í Íran, gjöreyðilagt þjóðlíf í Írak og opinberar morðingjasveitir í Ísrael.

Svo skulum við ekki gleyma áhrifunum frá Hádegismóum. Þar situr gamall bitur maður sem hugsar um það eitt að ná sér niðri á gömlum andstæðingum og jafnvel fyrri samherjum. Það væri betur ef menn gerðu sér grein fyrir hvar maðkarnir leynast í moðinu.


Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband