26.2.2010 | 12:15
Veit fólk ekki í hvaða landi það býr?
Enn og aftur fáum við fréttir af fólki sem æðir upp um fjöll og firnindi þó spáð sé bandvitlausu veðri og það á þeim árstíma sem búast má við hverju sem er veðurfarslega, ekki aðeins á hálendinu heldur einnig í byggð. Nýlegar hörmungarfréttir eru enn ofarlega í huga og ég minnist fólks sem björgunarsveitir náðu heilu á húfi til byggða á árum áður, fólk sem komið var til jökla með smá börn. Og undantekningarlaust var þessum angurgöpum tekið sem hetjum af fjölmiðlum, sérdeilis þó sjónvarpstöðvum.
Í gærkvöldi kom frétt um að fjölmargir væru strandaglópar í Borgarnesi, ófært með öllu undir Hafnarfjalli og engin leið að komast áfram til norðurs eða vesturs. Það sem þó ótrúlegast var að þarna voru yfir 100 nemendur úr Víðstaðskóla í Hafnarfirði sem voru á leið til Akureyrar.
Ég spyr: Hvað er ámilli eyrnanna á forráðmönnum Víðistaðaskóla að samþykkja að hundrað nemendur skólans og rúmlega það fái að leggja í slíka ferð þó komið hafi fjölmargar veðurspár og viðvaranir um að fólk skyldi halda sig heima og ekki leggja í nein ferðalög. Þessum viðvörunum var sératklaga beint til íbúa á Vesturlandi, Suð-Vesturlandi og Suðurlandi.
Eru forráðmenn Víðistaðaskóla bæði sjón- og heyrnarlausir?
Bloggfærslur 26. febrúar 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar