Á nú að fara að skríða fyrir prímadonnunni Ögmundi?

Það eru þokkalegar fréttir sem berast með fjölmiðlum. Ríkisstjórnin og hennar eindregnu stuðningsmenn telja að það sé haldreipið að taka Ögmund aftur inn í stjórnina. Á ég að trúa því að flokkssystkini mín í Samfylkingunni séu svo skyni skroppin að þau láti sér detta það í hug að það styrki Ríkisstjórnina að gera Ögmund aftur að ráðherra?

Mitt álit á Ögmundi Jónassyni þingmanni Vinstri græna er að þar fer egóisti sem fyrst og fremst hugsar um sjálfan sig en reynir að dylja það með hástemmdum orðum um að hann sé svo mikill hugsjónamaður að hann gefi aldrei eftir sín prinsip. Ögmundur hélt hástemmdar ræður á þinginu og sagði að Ríkisstjórnin þyrfti að "skerpa" sína stefnu og tök á vandamálum. Ég held að það þurfi túlk til að koma kjarnanum í máli Ögmundar til skila. Þetta þýðir á mannamáli að Ríkisstjórnin verður að beygja sig í einu og öllu að vilja Ögmundar Jónassonar hvort sem hann verður innan eða utan Ríkisstjórnar. Eitt að því sem hefur gefið Ríkisstjórninni styrk og trúverðugleika er að hafa í sínum röðum tvo ópólitíska ráðherra þau Rögnu dómsmálaráðherra og Gylfa viðskiptaráðherra. Auðvitað er best að taka hvíslinu á götunni með varúð en eittvað hlýtur þetta einhversstaðar hafa komið til álita og umræðu að láta þau víkja. Það væri mikill missir fyrir Ríkisstjórnina að missa þau Rögnu og Gylfa, slæm skipti að fá Ögmund í staðinn, manninn sem hér eftir sem hingað til mun halda öllum í gíslingu svo hrapalega að stjórnin verður nánast óstarfhæf.

Ég held að þessi skrípalega þjóðaratkvæðagreiðsla sem fór fram sl. laugardag hafi ekkert að segja fyrir líf eða dauða Ríkisstjórnarinnar, þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur engin áhrif hvorki hérlendis eða erlendis. Það sem skilur á milli lífs og dauða allra Ríkistjórna er að hún sé samhent og með samhentan meirihluta bak við sig.

Því miður hefur núverandi Ríkisstjórn hvorugt!

Innan Ríkistjórnarinnar á klofningsdeild Vinstri grænna öflugan fulltrúa, Svandísi Svavarsdóttur, og ekki treysti ég Jóni Bjarnasyni yfir þröskuldinn. Klofningsdeildin í Vinstri grænum er orðin óhæf til samstarfs. Það er mikill skaði því innan þess flokks er margt úrvalsfólk og fer þar Steingrímur J. Sigfússon fremstur meðal jafningja. En eggin í hreiðrinu þurfa öll að vera hrein og blómleg en því er ekki að heilsa innan Vinstri grænna, fúleggin eru of mörg.

Ég hef þá trú að við komumst ekki heil út úr þeirri kreppu sem við erum í núna nema undir forystu Samfylkingarinnar.

Verður ekki Samfylkingin að fara að finna sér stuðning hjá öðrum en Vinstri grænum, þeir eru óhæfir til samstarfs vegna fúleggjana, best að viðurkenna það strax og vinna samkvæmt því.


Bloggfærslur 10. mars 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband