25.3.2010 | 09:58
Gefum Vilmundi og Vilhjálmi fleiri selbita
Mér finnst dapurlegt að Vilmundur Jósefsson, sem ég þekki að góðu einu sem fyrrum formann Samtaka iðnaðarins, skuli láta hafa sig í það skítverk að spenna sig fyrir sérhagsmunavagn Landsambands íslenskra útvegsmanna. Ekki þekki ég svokallað "skötuselsfrumvarp" niður í kjölinn enda skiptir það ekki öllu þegar rætt er um þetta einstaka upphlaup Samtaka atvinnulífsins út af frumvarpinu. Það er rétt að benda öllum almenningi á hvað það er sem gerir forystu SA svo froðufellandi. Það er fyrst og fremst það að þar hefur forysta atvinnurekenda gerst málpípa útgerðarauðvaldsins sem með kjafti og klóm ætlar að koma í veg fyrir að nokkrar endurbætur verði gerðar á kvótakerfinu. Ef menn vilja lesa frekar um mínar skoðanir á því máli bendi ég á pistilinn hér á blogginu "Landkrabbi svarar útgerðarmanni" sem var svar mitt við ruglingslegri grein eftir útgerðarmanninn Ármann Einarsson í Þorlákshöfn. Mér er sagt að nú sitji útgerðarmenn í Þorlákshöfn með sveittan skallann við að bræða saman svar við þessari grein minni, líklega birtist hún í næsta tbl. "Bæjarlífs", ekki ólíklegt að þar fari lítið fyrir rökum og raunsæi.
Og nú er iðnrekandinn Vilmundur Jósefsson orðinn dráttarklár útgerðarmanna. Andstaða útgerðarmanna við þetta lítilfjörlega skötuselsfrumvarp er ekki það að kvóti á skötusel sé aukinn heldur það ákvæði að ráðherra geti veitt auknar veiðiheimildir og þá kemur rúsínan í pylsuendanum:
Það á að taka gjald fyrir þær heimildir og allir sem skötusel geta veitt fá möguleika á að fá úthlutun. Það sem LÍÚ þolir ekki er að það skuli hróflað við forréttindum þeirra, það hefði ekki heyrst hósti né stuna frá þeim ef þessar auknu veiðiheimildir hefðu runnið til þeirra sem þegar hafa kvóta á skötusel og auðvitað; án nokkurs endurgjalds.
Ef þetta skötuselsmál opnar ekki augu landsmanna fyrir hvað snák við ölum við brjóstið þar sem LÍÚ er þá er ég illa svikinn.
Bloggfærslur 25. mars 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar