5.4.2010 | 20:21
Vonandi hafa Davíð og Halldór horft á Kastljós í kvöld
Einhver viðurstyggilegast glæpur síðari ára er Íraksstríðið. Síðan drullusokkurinn Bush Bandaríkjaforseti fór í það stríð með Breska drullusokknum Tony Blair er búið að murka lífið úr 600.000 óbreyttum borgurum í Írak. Það var ógurlega gaman hjá þeim sem sátu við hríðskotabyssurnar í þyrlunum og ekki stóð á því að einhverjar stjórnendur, sem voru víðs fjarri, gæfu leyfi til að skjóta menn sem voru á gangi á götu. Út yfir tók þó þegar hjálpsamur vegfarandi ætlar að hjálpa lífshættulega særðum manni og þá er byrjað að skjóta aftur, maðurinn drepinn og börn hans tvö hættulega særð í bílnum. Bandaríski herinn, herinn þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, var ekki að hafa fyrir því að koma tveimur ungum börnum, sem þeir voru búnir að særa, undir læknishendur. Heimamenn gátu séð um það. Síðan hefur verið unnið að því hörðum höndum af innrásarliði Bush, Blair, Davíðs og Halldórs að breiða yfir glæpina.
Og umheimurinn horfði upp á þennan viðbjóðslega glæp, innrásina í Írak, flestir ypptu öxlum, margir lofuðu Bush og kompaný.
Hvað er orðið um samvisku fólks?
Bloggfærslur 5. apríl 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar