Mættu nýnasistar haga sé á sama hátt á þingpöllum og í dómssal?

Lára Hanna Einarsdóttir er einn öflugasti bloggari hér á þessum síðum. Oft æði skörp en nú hefur hún tekið að sér að safna um sig hópi álitsgjafa sem eru henni hjartanlega sammála um "píslarvætti" óeirðaseggjanna sem ruddust inn á svalir á Alþingi, efndu þar til slagsmála og slösuðu starfsmenn þingsins.

Ég læddi þessari athugasemd inn hjá henni en ætla að láta hana koma hér fram í mínu eigin bloggi.

Þið ágætu álitsgjafar að framan. Snúum dæminu við og segjum sem svo að Alþingi hafi verið að fjalla um réttindi þeldökkra aðfluttra borgara með jákvæðum hætti, auka réttindi þeirra. Þá ræðst hópur nýnasista inn á svalir þingsalarins með háreisti og á endanum kemur til átaka milli starfsmanna Alþingis og nýnasistanna sem endar með að því nýnasistarnir slasa starfsmenn.

Væruð þið flest hér að framan tilbúin til að verja framgang nýnasistanna og þá einnig framgöngu þeirra í dómssal þegar mál þeirra yrði tekið fyrir þar?
Það hlýtur að vera, ef þið teljið ofbeldi og yfirgang við Alþingi, dómstóla og lögreglu réttlætanlegt þá hljóta allir að hafa sama rétt til slíkra aðgerða án tillits til skoðana, sama hver málstaðurinn er.


Bloggfærslur 12. maí 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 114288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband