19.5.2010 | 14:43
Mikið umstang út af engu
Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Það er allt í lagi og enginn tístir einu sinni þó útlendingar eignist öll hlutabréf í Marel eða Össuri. En að útlendingar eignist HS-orku er ekki það sama og útlendingar eignist auðlindir Íslands, þær eru efir sem áður í eigu þjóðarinnar. Ég stórefa að það sé hagkvæmara fyrir neytendur að Árni Sigfússon stýri HS-orku frekar en Kanadamaðurinn. Það er lítill vandi fyrir útlendinga sem eignast nær öll hlutabréf í Marel eða Össuri að segja einn daginn "við viljum ekki hafa okkar fyrirtæki á Íslandi, við förum með það til Bangladess". Engin getur sagt neitt.
En hvað með HS-orku?
Það fer enginn með það fyrirtæki burtu af Íslandi. Það vinnur úr íslenskum auðlindum og fari það burt er enga auðlindaorku að hafa. Kaupendur orkunnar eru rótfastir á Íslandi, Suðurnesjamen, Álver sem verða ekki svo auðveldlega flutt burtu á einni nóttu.
Það er dálítið broslegt þetta upphlaup Vinstri grænna vegna kaupa Kanadamannsins á HS-orku. Þetta er búið að liggja fyrir lengi að það mundi gerast og HS-orka var þegar að miklu leyti í útlendri eigu. Ég held að upphlaup Vinstri grænna komi þessari sölu sáralítið við.Þarna eru pólitísk átök til heimabrúks, innan flokksins og gagnvart samstarfsflokknum.
Hvernig í ósköpunum dettur nokkrum heilvita manni í hug að Ríkissjóður, sem á nánast eingöngu skuldir, fari að reiða fram 16 milljarða króna aðeins til að koma í veg fyrir að í stað þess komi 16 milljarðar í útlendum gjaldeyri inn í landið?
Ég mun sofa vært þó HS-orka sé í eigu Kanadamangsins, ekki ólíklegt að það væri æskilegt að fleiri íslensk fyrirtæki fengju slíkar útlendar vítamínsprautur.
En hvað um Vinstri græna? Það heyrist ekki hósti né stuna frá þeim um kvótamálið? Er allt í lagi þó þjóðin hafi verið rænd auðlind sinni, er það í lagi ef þeir sem rændu eru íslenskir og það langt fram í ættir og þar að auki rammasta afturhald semfyrirfinnst á landi hér?
Thor Jensen ætti varla nokkurra kosta völ að fá að nýta íslenska auðlind í dag. Var hann ekki danskur að uppruna, báðir foreldrarnir danskir og Thor fæddur í Danmörku?
Bloggfærslur 19. maí 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 114288
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar