Þjóðremba nær nýjum hæðum hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur náði hæstu hæðum í þjóðrembu með sinni fáránlegu tillögu um að skora á Ríkisstjórnina að hún komi í veg fyrir að Evrópusambandið taki umsókn Íslands  til umræðu og líklega afgreiðslu á 17. júní af því að þessi dagur er þjóðhátíðardagur Íslendinga!!!

Aðeins Oddný Sturludóttir  sá hversu fáránleg þessi ályktun var og gerði sérstaka bókun gegn því að ÍTR færi að skipta sér af utanríkismálum. En sex ráðsmenn voru einhuga um þessa endemisþvælu. Það virðist svo að ýmsir umhverfist algjörlega ef minnst er á umsóknaraðild Íslands að ESB. Umsóknin er þó einganveginn ákvörðun um inngöngu, við vitum ekki hvað kemur í ljós, en það sem út úr þeim viðræðum kemur ætti að vísa öllum veginn hvort sem er gegn inngöngu eða með inngöngu.

Ég beini því til sexmenninganna hvort þeir ættu ekki að snúa sér frekar að því að starfa innan sértrúarhópa þar sem bókstafurinn blífur. Vottar jehóva væri þeim ábyggilega góður staður eða þá Krossinn. Þar vantar sárlega nýja stríðsmenn sem láta sig ekki aðeins sig varða trúna einu og sönnu. Landsmálin munu jafnvel skyggja á hin háleitari markmið, sanna trú, þar sem Gunnar í Krossinum mun jafnvel fara í framboð í næstu forsetakosningum.


Veldur olídæling úr iðrum jarðar jarðskjálftum?

Mikið hefur verið deilt á olíuleit og olíuvinnslu úr iðrum jarðar og þá aðallega vegna tveggja raka á móti slíku. Hættan af olíuslysum eins og nú er alvarlegt mál á Mexíkóflóa og að þar væri verið að vinna kolefni sem mundu auka koltvísýring CO2 í lofthjúpi jarðar. Olíuslysin eru staðreynd og eiga mjög líklega eftir að verða enn hrikalegri í framtíðinni. Hin mótrökin eru að með brennslu olíu muni CO2 magnið aukast og þar með muni hnattrænn hiti hækka. Ég hef oft og áður sett fram mín sjónarmið sem eru þessi:

CO2 er ein mikilvægasta gastegund heimsins og án hennar yrði hér enginn jarðagróði og súrefni takmarkað. Kenningin um að CO2 magn hækki hita hnattrænt hefur aldrei verið sönnuð. Hækkun hita er eitt, aukning CO2 annað. Persónulega óttast ég meira að hnattrænt fari hiti lækkandi en hækkandi, það er öllum aðgengilegt að kynna sér hvaða afleiðingar litla ísöld hafði á norðurhveli jarðar. Á árunum 1400 fram til 1800 var hnattrænn hiti skelfilega lágur eftir að hafa verið mun hærra en hann er í dag á landnámsöld, árin 900 fram til 1400.

En nú hefur  The University of Texas Institut for Geophysics (UTIG) sett fram ógnvænlega kenningu sem vert er að hugsa um. Stanslaus olíuvinnsla úr iðrum jarðar tæmir stóra geyma í jarðskorpunni, þar með hverfur sá mikli þrýstingur sem olía og gas myndaði. Öll sú spenna sem sem sá þrýstingur orsakaði hverfur og hvað þá? Er ekki líklegt að spennan í jarðskopunni færist til, er það svo ólíklegt að það geti orsakað jarðskjálfta?

Það væri fróðlegt ef jarðvísindamen okkar létu frá sér heyra um þessa kenningu.


Bloggfærslur 23. maí 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 114288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband