4.5.2010 | 21:11
Guðlaugur Þór, þú ert búinn að missa allt traust sem þingmaður, segðu af þér þingmennsku strax
Það var dapurlegt að horfa á viðtal Helga Seljan við Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann í Kastljósi í kvöld. Ég held að aldrei hafi stjórnmálamenn sokkið í jafn djúpan spillingarpytt og með því að sníkja milljónir og milljónatugi til að koma sjálfum sér á framfæri og berja niður samherja sína. Það dapurlegasta er að það er deginum ljósara að ungir framagosar kaupa sé þingsæti með illa fengnu fé frá spilltum fjárglæframönnum í fyrirtækjum og bönkum.
Ég tók þá í prófkjöri til sveitarstjórnar í Kópavogi 1970 og það datt ekki nokkrum manni í hug að auglýsa sjálfan sig sérstaklega og því síður að sníkja og betla peninga sjálfum sér til handa. En síðan hélt spillingin innreið sína og það er nokkuð öruggt að Guðlaugur Þór er hinn krýndi, hinn smurði merkisberi þeirrar spillingar. Þessi spilling hefur náð til einstaklinga í öllum flokkum, það er langt frá því að Guðlaugur Þór eigi að ganga einn út af Alþingi og ekki láta sjá sig þar framar. Ég hef áður skorað á flokkssystur mína Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að verða Guðlaugi Þór samferð og þið eruð fleiri á Alþingi sem eigið að fylla útgönguhópinn, ég ætla ekki að nafngreina fleiri í þessum pistli.
Þið sem hafi sokkið í spillingarfen prófkjöranna eða önnur fen sem þíð hafið velt ykkur upp úr; þið verðið að skilja þið hafið misst allt traust og það verður ekki hægt að endurreisa reisn Alþingis nema þið látið ykkur hverfa.
Það veldur manni ógleði þegar þið bæði tvö Guðlaugur Þór og Steinunn Valdís syngið þann ámátlega texta;
Við verðum dæmd af störfum okkar!
Það er einmitt það sem ég er að gera þegar ég krefst afsagnar ykkar frá Alþingi og takið þó nokkuð stóran hóp með ykkur.
Svo langar mig að blogga síðar og leggja út af stórmerku viðtali við þann margreynda hagfræðing Jónas Haralz í Spegli Ríkisútvarsins í kvöld. Ég segi það enn og aftur að Spegillinn er einhver gagnmerkasta dagskrá Ríkisútvarpsins, mig minnir að sá ágæti fréttamaður Friðrik Páll Jónsson hafi þurft að berjast hart fyrir því að fá að skapa hann, raunar merkilegt að hnífurinn skuli aldrei hafa lent á Speglinum.
Bloggfærslur 4. maí 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 114288
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar