18.6.2010 | 11:56
Loka Reykjavíkurflugvelli, hraðlest milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar
Það komu fram mörg loforð og stefnumið hjá nýjum meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur, meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Eitt af því merkasta er að Reykjavíkurflugvelli verði lokað og landið nýtt til bygginga í framtíðinni og hraðlest lögð til Keflavíkurflugvallar. Það eru mörg ár síðan ég komst á þá skoðun að þetta væri besta lausnin. Ef menn hafa hafa verið samþykkir því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður hefur lausn innanlandsflugsins ætíð verið sú að byggja nýjan flugvöll frá grunni ýmist á Hólmsheiði eða í saltbaðinu á Lönguskerjum. Þó eigum við flugvöll, Keflavíkurflugvöll, í aðeins um 50 km frá miðborg Reykjavíkur. Vissulega hafa ýmsir bent eindregið á hraðlest til Keflavíkurflugvallar en það hefur ætíð verið barið niður þar sem kostnaðurinn væri svo mikill.
En hve mikill væri kostnaðurinn af því að byggja nýjan flugvöll?
Vonandi verður þetta stefna sem verður að raunveruleika. Ég minni á gamla grein eftir mig þar sem ég taldi tímabært að huga að neðanjarðarlest á höfuðborgarsvæðinu. Þar gæti verið um krossbraut að ræða a) frá Hafnarfirði til Grafarvogs b) frá Breiðholti út á Granda. Engir peningar til verður eflaust sagt en sem langtímamarkmið getur þetta orðið að veruleika. Við þessa krossbraut neðanjarðar verða síðan tengt strætisvagnakerfi, hvað mundi það draga úr notkun einkabíla á götunum?
En nú verður Kristján Möller samgönguráðherra að vakna og ekki síður Jón Gnarr, Dagur og Hanna Birna og allir hinir sem taka ákvarðanir. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af þá er sú umferðamiðstöð sem á að fara að byggja á kolröngum stað. Ég ætla að vera svo ósvífinn að ætla Siglfirðingnum Kristjáni Möller það að með því að byggja umferðarmiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir sé hann leynt eða ljóst verið að vinna að því að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Umferðarmiðstöðin á bæði að þjóna innanlandsflugi og rútuumferð úr borg og í. Ef flugumferð þarna verður lögð niður er það deginum ljósara að umferðamiðstöð er þarna á kolröngum stað og kallar á mun meiri um umferð á þeim götum sem nú þegar eru fullsetnar. Allar rútur verða að fara inn um þröngsetnar götur inn og út, allir sem koma á eigin bílum eða leigubílum lenda í sömu umferðhnútum.
Umferðamiðstöð fyrir rútur, hvort sem eru á áætlunarleiðum eða í hópferðum, á að sjálfsögðu að vera sem næst helstu umferðaæðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Þar kom eindregið til greina a) Mjóddin b) Nágrenni Rauðavatns.
Bloggfærslur 18. júní 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar