23.7.2010 | 17:24
Hælbíturinn Grétar Mar ræðst á Ingibjörgu Sólrúnu
Aldrei hef ég haft mikið álit á Grétari Mar fyrrum alþingismanni, skipstjóra og fyrrum formanni Farmanna- og fiskimannasambandsins ef ég man rétt. En í dag gengur bókstaflega fram af mér hvernig hann reynir að stinga Ingibjörgu Sólrúnu í bakið a ósvífinn og rætinn hátt. Það hefur oft komið í ljós að Grétar Mar er karlremba sem þolir ekki sterkar og ákveðnar konu. Satt best að segja hélt ég að Ingibjörg Sólrún fengi að vera í frið eftir að hún hætti þingmennsku og dró sig í hlé, m. a. vegna veikinda.
En í Fréttablaðinu í dag upplýsir nefndur Grétar Mar að hann hafi sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem hann mótmælir því að Ingibjörg Sólrún verði valin til að stýra rannsókn á meintum mannréttindabrotum Ísraela í morðæði þeirra og eyðileggingu á Gasa. Hann tilgreinir í þessu óþokka bréfi sínu til Mannréttindanefndarinnar að Ingibjörg Sólrún hafi ekki brugðist við mannréttindabrotum í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu meðan hún var formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra!
Stundum verður manni orða vant, í hvaða ástandi var Grétar Mar þegar hann skrifaði bréfið til Mannréttindanefndarinnar?
Fiskveiðistjórnunarkerfinu, þar sem hið frjálsa framsal varð að veruleika með kaupum, sölu og leigu og öllu braskinu var komið á áður en Ingibjörg Sólrún hóf þátttöku í stjórnmálum. Hvernig átti henni einni að vera megnugt að endurheimta þessa sameign þjóðarinnar sem misvitrir stjórnmálamenn "gáfu" örfáum mönnum eða fjölskyldum? Er það ekki staðreynd að Samfylkingin var fyrst og jafnan eini stjórnmálflokkurinn sem tók upp baráttuna fyrir því að þjóðin endurheimti þessa auðlind, fiskinn í sjónum, úr höndum sægreifanna í LÍÚ? Var það ekki Samfylkingin sem fyrst kom fram með hugmyndina um fyrningarleiðina, var ekki Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar?
Og hvar varst þú Grétar Mar þegar öll þessi ósköp gengu yfir, LÍÚ klíkunni gefinn kvótinn, varst þú út undir vegg að pissa?
Grétar Mar, ég gef þér það ráð að þú látir renna af þér, sendir annað bréf til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og biðjir auðmjúklegast um að fyrra bréfinu sé þegar stungið í ruslakörfuna.
Svo ættirðu auðvitað að biðjast afsökunar á röfli þínu en það verður tæplega; þú ert ekki bógur til þess!!!
23.7.2010 | 11:57
Ef fara á í hernað gegn lúpínunni með eiturefnum þá nálgast það að vera glæpsamleg gjörð
Undanfarin ár hef ég fylgst með gróðrinum í kringum mín tiltölulegu nýju heimkynni, Þorlákshöfn. Það er vissulega melgresið magnaðasta vopnið til að hefta sandfokið og græða sandana. En lúpínan hefur einnig skilað okkur mun betra landi en áður var. Tvennu hef ég tekið eftir í sumar sem mér finnst athyglisvert. Innan um lúpínuna virðist kjarrgróður dafna mjög vel, bæði kjarrgróður sem sáir sér og einnig nokkuð af gróðursettum trjám. Ég fæ ekki annað séð en að með tíð og tíma muni kjarrið jafnvel taka völdin og þá muni lúpínan hörfa. Annað athyglisvert sá ég nýlega. Í gömlu grjótnámunni niður við strönd hefur lúpínan náð nokkurri fótfestu. En í sumar hefur önnur tegund, sem fjölmörgum er illa við, njólinn, tekið sér bólfestu í lúpínubreiðunum.
Flestir vita að njólinn sækir í áburðarríkan jarðveg, heima við bæi, í nánd við mykjuhauga til dæmis. Njólinn hefur fundið að þar sem lúpínan vex er jarðvegurinn áburðarmikill og dafnar þar vel. Þarna vinna tvær jurtategundir að því að bæta jarðvegin á stuttum tíma, þarna fer brátt að verða kjörlendi til að gróðursetja ýmsar trjátegundir.
Það er yfirgengileg heimska að fara með hernað á lúpínuna. Að yfirlýstir náttúruverndarsinnar skuli jafnvel vera að bræða með sér að nota í þeim hernaði eiturefni þá nálgast það að vera glæpsamlegt.
23.7.2010 | 09:21
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Ég er vissulega einn af þeim sem hef verið gáttaður á því að slökkviliðsmenn hafi verið án samnings í heilt ár og hef talið að þarna væri á ferðinni einhver óbilgirni samninganefndar sveitarfélaga, við slökkviliðsmenn hefði átt að vera búið að semja fyrir löngu.
En nú er ég farinn að efast um að þarna valdi einungis óbilgirni samninganefndarinnar og sveitarfélaganna.
Ástæðan er sú að samninganefnd slökkviliðsmanna, eða talsmaður þeirra, hefur alltaf farið undan á flæmingi þegar spurt hefur verið þeirrar sjálfsögðu spurningar:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmana?
Það hefur lítið heyrst frá samninganefnd sveitarfélaganna fyrr en í gærkvöldi. Þá kom formaður nefndarinnar í viðtal í Sjónvarpsfréttum og fullyrti að kröfur slökkviliðsmann væri upp á tugi prósenta launahækkun. Talsmaður slökkviliðsmanna var spurður um þessar fullyrðingar formannsins. Þar fullyrti hann að þetta væri fjarri sanni en þá fékk hann að sjálfsögðu þá spurningu sem hann hefur margoft fengið:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Hvert var svar hans? Aðeins óljóst tafs um að þær væru innan skynsamlegra marka en enn á ný standa allir frammi fyrir því að hafa ekki hugmynd um hverjar kröfurnar eru.
Slökkviliðsmenn hafa notið mikils trausts og velvilja en nú er svo komið að við sem greiðum þeim laun eigum heimtingu á því að vita:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Óneitanlega fer sá grunur að vakna að þetta ástand sem skapast hefur, samningsleysi í eitt ár og áskollið verkfall, sé ef til vill vegna kröfugerðar slökkviliðsmanna sem engin leið sé til að ganga að.
Slökkviliðsmenn, það hlýtur að vera krafa okkar allra að þið leggið spilin á borðið:
Hverjar eru kröfur slökkviliðsmanna?
Bloggfærslur 23. júlí 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar