Eigum við Íslendingar allan arðinn af virkjunun okkar?

Eitt af því sem kom fram hjá Guðríði Lilju Grétarsdóttur, formanni þingflokks Vinstri grænna, þegar hún lýsi yfir eindreginni andstöðu við að útlendingur gæti eignast hlut í Magma Energy, var að þá mundu þessir útlendingur eða þetta útlenda fyrirtæki fá arð af sínu hlutafé, þá færi arður af íslensku orkufyrirtæki, virkjun, úr landi. Hún vildi að við Íslendingar ættum þetta orkuver og tryggja þar með að arðurinn yrði kyrr innanlands. Er þetta ekki gott og háleitt markmið, eigum við ekki Landvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkubú Vestfjarða svo nokkur séu nefnd. Er það ekki tryggt að allur arður af þessum orkufyrirtækjum verður kyrr í landinu? Er þetta ekki einfalt mál, það eiga engir útlendingar hlutafé í þessum fyrirtækjum svo þannig hlýtur það að vera eftir skilgreiningu Guðfríðar Lilju, svo engir útlendingar fá neinn arð af hlutafé í þessum fyrirtækjum.

Ég vildi að satt væri, að allur arður af öllum okkar orkufyrirtækjum yrði kyrr í landinu, það munar um minna.

En því miður. Við byggingu allra orkuvera Íslands þurftum við að fá lán í útlöndum, ekki aðeins að borga lánin aftur heldur einnig vexti á hverju einasta ári.

Eftir því sem ég veit best skulda íslensk orkufyrirtæki 600 milljarða króna í dag. Ekki veit ég hvernig skiptingin er milli innlendra og erlendra lána en mér finnst ekki óeðlilegt að erlendu lánin séu 500 milljarðar. Af þessum lánum þarf að sjálfsögðu að borga vexti. Hvað skyldi það vera háar upphæðir árlega?

Gefum okkur að erlendu lánin, 500 milljarðar, séu á 5% vöxtum. Hvað gerir það mikið í íslenskum krónum? Getur verið að það séu 25 milljarðar á ári sem við borgum úr landi árlega sem vexti?

Við getum allavega hrósað happi að við erum ekki að borga einhverjum útlendingum arð af áhættufjármagni, hlutafé, sem þeir vilja leggja í íslensk orkufyrirtæki.

Að vísu er það svo að framlagt hlutafé er áhætta þess sem það leggur fram, ef greiðslufall verður hjá orkufyrirtækinu verður það tap útlendingsins að eiga í því hlutabréf. En ef féð frá útlöndum er tekið að láni verður að greiða það til baka hvað sem tautar og raular.

En við Íslendingar viljum vera skilamenn svo það skiptir víst engu máli, ekki að mati órólegu deildarinnar hjá Vinstri Grænum.

Og þeir hafa hagfræðing í sínum hópi, sá hlýtur að vita sínu viti eða hvað?


Bloggfærslur 26. ágúst 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband