25.9.2010 | 17:52
Til hamingju Breiðablik, sigurinn gleður gamlan formann félagsins
Þá er sú stóra stund upp runnin að Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu í úrvalsdeildinni. Vissulega gleður það gamlan formann félagsins og gullblika að bikarinn er í höfn. Ég held að ég verði að draga fram í dagsljósið gamla mynd sem ég held að ég eigi enn í fórum mínum. Hún er af fyrsta knattspyrnuliði Breiðabliks sem þá var ekki í neinni deild eða móti heldur var hóað saman mönnum í fullu fjöri í Kópavogi sem grunur lék á að gætu sparkað bolta, sumir hverjir meira að segja lifandi enn þann dag í dag. Það var ákveðið að ráðast ekki á garðinn þar sem hann var hæstur og einhverjir töldu vænlegast að keppa við sveitamenn. Þess vegna varð bræðrafélag okkar í Mosfellssveit fyrir valinu, Ungmennafélagið Afturelding, þar var vinum að mæta, bæði félögin í Ungmennasambandi Kjalarnesþings. Ég fór með þennan vaska hóp sem formaður Breiðabliks á Varmárbakka, þetta varð hörkuleikur.
Hann endaði 9-0
En því miður, það var Afturelding sem vann.
Já, það er mikið vatn runnið til sjávar síðan þessi leikur fór fram, þetta gerðist líklega fyrir 55 árum.
Enn og aftur til hamingju Breiðablik.
Bloggfærslur 25. september 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar