28.9.2010 | 21:01
Hörmuleg afgreiðsla Alþingis á ákærum til Landsdóms
Ég hef sagt það áður hér á blogginu; það átti enginn af fyrrverandi ráðherrum að fara fyrir Landsdóm. Í fyrsta lagi vegna þess að málefnagrundvöllur er ekki fyrir hendi svo nær það ekki nokkurri átt að Alþingi sé með ákæruvald sem það getur beitt. Það er rétt sem kom fram hjá mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að andi laganna og réttlætisins er sá að ekki eigi að ákæra nema líkurnar á sekt séu meiri en líkurnar á sýknu. Vinstri grænir voru einhuga á eftir formanni þingmannanefndarinnar, Atla Gíslason; refsigleðin var í stafni. Þó mátti sjá að Steingrími var brugðið eftir að úrslitin lágu fyrir. Ég er ánægður með að minn flokksformaður, Jóhanna, kemur keik út frá málinu, var ætíð samkvæm sjálfri sér. Sama verður ekki sagt um þá Samfylkingarþingmenn sem svo greinilega létu pólitíkina ráða og kusu eftir flokkslínum í þessu alvarlega máli. (Vona að næst þegar Mörður vafrar um þingsalinn, og veit ekkert hvað hann á að gera, vafri hann út úr Alþingishúsinu og komi aldrei til baka).
Samfylkingin greiddi sjálfri sér þungt högg í þessari atkvæðagreiðslu, hún verður lengi að jafna sig eftir það. Það mátti sjá hvað Ólína var ráðvillt í Sjónvarpinu í kvöld, hún er þó vön að vera glaðbeitt og koma fyrir sig orði, nú var yfirbragðið annað.
Bloggfærslur 28. september 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar