Skæruliði sestur í Ríkisstjórn í annað sinn

Þessi tilraun, að vingast við skæruliða með því að bjóða honum til stofu, er dæmd til að mistakast. Ögmundur Jónasson er eitt allsherjar "ég, um mig, frá mér, til mín" maður sem hófst til áhrifa sem formaður BSRB, samtaka þar sem hann varð algjör einræðisherra, nokkuð sem var óhollt fyrir hans stóra egó. Guðrún Helgadóttir, fyrrum alþingismaður og forseti Alþingis, ber alla ábyrgð á því að Ögmundur varð þingmaður Alþýðubandalagsins, vann  ætíð sem minnihlutamaður á Alþingi, það var hans staður, annað getur hann ekki.

Ég segi enn og aftur; þetta er dæmt til að mistakast að reyna að berja í brestina með því að lúta skæruliðanum og hans herflokki.  Ögmundur er ekki eini skæruliðinn sem er innan  borgarhliðsins, þar situr einnig erkiíhaldið Jón Bjarnason. Vera hans og framkoma í Ríkisstjórninni hefði átt að sýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að þetta bragð, að taka Ögmund í Ríkistjórnina, getur engu breytt til batnaðar.

Hvernig hagaði Jón Bjarnason sér þó hann væri ráðherra í Ríkisstjórninni?

Jón Bjarnason gekk á mála hjá einræðisherra Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins. Lét birta forsíðuviðtal við sig í Morgunblaðinu þar sem hann fór með ósannindi og dylgjur um það út á hvað viðræðurnar við Evrópusambandið gengju. Þeir vissu það báðir, Jón og Davíð, að allt það sem Jón sagði efnislega um viðræðurnar var þvættingur og ég  nota ekki sterkara orð en ósannindi og skrumskæling um máflutning Jóns.

Ætti þetta ekki að sýna að það er engin trygging á því að ráðherrar sýni Ríkisstjórninni hollustu og séu heiðarlegir í sínum störfum þó þeir séu ráðherrar? Dettur nokkrum manni það í hug annað en þannig, eins og Jón,  muni Ögmundur Jónasson starfa?

Þetta er fullreynt, Vinstri grænir eru ekki samstarfshæfir í Ríkisstjórn. Kaldhæðnin er sú að minnihlutinn á Alþingi hefur ekkert að bjóða annað en þras og upphrópanir. Ef þessi Ríkisstjórn segir af sér er ekkert annað framundan, ef mynda á nýja Ríkisstjórn, en að Vinstri grænir og núverandi stjórnarandstaða myndi þá stjórn. Dálagleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur!

Það var dapurlegt að hlusta á foringja stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær. Allt við það sama, gamla þrasið og bullið um að allt sé ómögulegt, hvergi örlaði á jákvæðum málflutningi.

Eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar stoltir af foringjum sínu?


Bloggfærslur 3. september 2010

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband