6.9.2010 | 11:22
Þetta er reginhneyksli, geirfugl er líkur geirfugli
Þessi fugl er því miður útdauður vegna græðgi mannskepnunnar. Suðurnesjamenn vildu heiðra minningu þessa horfna fugls og reistu honum minnisvarða, styttu þar sem reyndar eiga a koma fleiri styttur af útdauðum fuglum.
En þá verður allt vitlaust. Það kemur í ljós að styttan af geirfugli á Suðurnesjum líkist styttu af styttu af geirfugli í Reykjavík. Þetta er þegar talið af sérfræðingum sem hugverkastuldur. Þannig hlýtur geirfuglinn á Suðurnesjum eiga að líkjast einhverju allt öðrum fugli en útdauðum geirfugli, var ekki hægt að hafa hrafn eða grágæs sem fyrirmynd til að komast hjá hugverkastuldi?
Þetta hlýtur að leiða til þess að enginn listamaður má birta styttu af geirfugli framar.
Og af hverju?
Vegna hættunnar á að geirfuglsstyttan líkist geirfugli og þar með geirfuglsstyttunni í Reykjavík.
Stundum gera listaverkafræðingar sig að athlægi. Ég legg til að Suðurnesjamenn fjarlægi hið snarasta styttuna af geirfuglinum og reisi á staðnum styttu af "listaverkafræðingnum" Knúti Brun, þetta getur veri smástytta, svona í geirfuglsstærð. En þá skal enginn dirfast að gera styttu af Knúti Brun og stilla henni upp, hún gæti líkst Knúti Brun og er þar með hugverkastuldur!
6.9.2010 | 11:02
Örn Bárður Jónsson prestur fer með rangt mál úr prdikunarstóli
Bloggfærslur 6. september 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar