8.9.2010 | 20:42
Þór, Birgitta, Margrét og Þráinn hafa öll svikið sína kjósendur
Hreyfingin var ekki til við síðustu kosningar og því enginn á hennar vegum í framboði hvorki Þráinn Bertelsson né nokkur annar. Þráinn, og þau þrjú sem flutu með honum á þing voru kjörin sem frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar. Þrjú þeirra yfirgáfu Borgarahreyfinguna og skildu Þráin eftir einan, nú er hann einnig horfinn frá þeirri hreyfingu sem kom honum á þing, Borgarahreyfingin á þar með engan þingmann.
Þessir fjórmenningar töldu sig fremsta og heiðarlegasta af öllum pottlokaberjurum og fóru inn undir merkjum heiðarleika og endurnýjunar. Öll hafa þau svikið sína kjósendur. Að vera kosinn á þing af ákveðnum hópi kjósenda, hlaupa frá þeim kjósendum í aðra flokka er ekkert annað en lágkúra og svik. Þessir fjórmenningar hafa afhjúpað sig sem spillta stjórnmálamenn.
Var ekki að þeirra áliti nóg af þeim fyrir?
8.9.2010 | 10:54
Engir útlendingar fá veiðiréttindi í íslenskri lögsögu þó við göngum í Evrópusambandið
Ég hef lengi vonað að umræðan hérlendis um hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði málefnaleg. Ég hef ekkert við það að athuga að margir séu andvígir inngöngu í ESB, en ef litið er á það sem frá andstæðingum inngöngu hér á blogginu kemur er ekki hægt að neita því að þar hafa komið fram allskyns fullyrðingar sem eiga enga stoð í veruleikanum. Ungir bændur vara við herskyldu ungra Íslendinga ef við göngum í ESB og fjölmargir hanga endalaust á fiskveiðistefnu ESB sem eitthvað sem sé óumbreytanlegt. Það er örugglega algjör samstaða um það hérlendis að við munum ALDREI gefa eftir yfirráð okkar yfir fiski og fiskveiðum í okkar lögsögu. Það get ég fullyrt sem fylgismaður inngöngu ef við fáum svo hagstæðan samning að það tryggi betur tilveru og efnahag Íslands auk margra annarra kosta.
Ég hef oftar en einu sinni skrifað um þessi mál á blogginu og haldið því fram að við gætum náð samningum við ESB um inngöngu Íslands og jafnframt haft tryggt yfirráð yfir auðlindum hafsins, bæði í botni og sjó í okkar lögsögu.
Það er ánægjulegt að hlusta á aðalsamningamann okkar við ESB þegar hann segir:
Stefán sagði það vera á kristaltæru að aðrar þjóðir hefðu ekki veiðiréttindi við Ísland, því hér hefðu engir aðrir verið að veiða í yfir 30 ár! Hann sagði þetta mæta skilning innan ESB og að framkvæmdastjórnin myndi t.d. ekki styðja kröfur Spánverja um fiskveiðiréttindi hér við land. ,,Enginn annar en við eigum rétt hér við land," sagði Stefán á fundinum.
Er þetta ekki kristalstært, þurfum við að halda áfram að fullyrða að við verðum við inngöngu að gangast undir stórgallaða fiskveiðistefnu Evrópusambandsins sem þeir eru þar að auki að gefast upp á?
Bloggfærslur 8. september 2010
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar