Fólk virðist tilbúið til að skrifa undir hvaða vitleysu sem er

Ólafur Ragnar forseti sagði í nýársávarpi sínu að þjóðaratkvæðagreiðslan sem hann bjó til um fyrri Icesave samning sýndi að þjóðinni væri treystandi til að taka ákvarðanir í stærri málum með þjóðaratkvæðagreiðslum. Ég var í upphafi, og lengst af, stuðningsmaður Ólafs Ragnars til forsetakjörs og til setu í því embætti. En satt að segja er ég að verða oftar og oftar ósammála Ólafi Ragnari og svo er einnig um þennan boðskap hans frá nýársdegi. Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var engin sönnun fyrir hve djúpvitur þjóðarsálin er, þær kosningar voru hálfgerður skrípaleikur. Sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings lýsti ég mig fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum en um slíkar kosninga yrði að gilda fastar reglur hvernig þær bæri að. Eitt er víst; það er með öllu ófært að einn  maður með athyglissýki geti ákveðið upp á sitt eindæmi að nú skuli þjóðin kjósa. Eitt slíkt slys er í uppsiglingu; þó Alþingi samþykki nýjasta Icesavesamninginn þá mun maðurinn á Bessastöðum kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu, hann hefur nánast lýst því yfir.

Tugir þúsunda einstaklinga virðast tilbúnir til að skrifa undir nánast hvað sem er ef einungis nógu öflugir áróðursmeistarar skipuleggja framtakið. Annarsvegar krafan um að auðlindir á og í landi séu þjóðareign og hinsvegar herleiðing Sunnlendinga til að mótæla afnotagjaldi bifreiðaeigenda af notkun þjóðvega, gjald sem rynni óskert til að endurbæta slysagildrurnar á þjóðvegum út frá höfuðborginni. Ég skal fúslega játa að ég var í upphafi harður andstæðingur þessa afnotagjalds en ég hef alla tíð verið ákaflega lélegur í múgmennsku. Ég skrifa aldrei undir neinar bænaskrár sem eru síðasta arfleifð kóngaveldis á Íslandi. En mér finnst það skylda hvers og eins þjóðfélagsþegns að kryfja hvert mál til mergjar, ekki að verða fórnarlamb múgmennsku eða hjarðmennsku, gera bara eins og allir aðrir gera. það er einmitt verið leiðin til lélegra stjórnarhátta, lýðræðið krefst þess að "hver maður geri skyldi sína" og skoða bakgrunn hvers máls. Þjóðaratkvæði um auðlindirnar er dæmi um frumhlaup sem er algjörlega án nokkurrar hugsunar, enginn veit hvernig á að forma þá spurningu sem ætlast er til að fari í þjóaratkvæði. Sunnlendingar þvinguðu fram á sínum tíma að Suðurlandsvegur á milli Reykjavíkur og Selfoss yrði 2+2 í stað 2+1 þó það þýddi fyrst og fremst óheyrilega sóun á fjármunum. Og nú hafa tugþúsundir Sunnlendinga mótmælt með múgmennsku og undirskriftum því að tekið sé afnotagjald af þeim sem um vegina út frá Reykjavík aka. Enginn vill borga meira fyrir gæði en hann er er nauðbeygður til. Hins vegar er það mín skoðun að við Sunnlendingar eigum aðeins um tvennt að velja:a) að greiða afnotagjaldið næstu árin, að hverfa frá 2+2 á Suðurlandsvegi og leggja 2+1 veg og fá endurbætur á einum hættulegasta þjóðvegi landsins, b) að berjast kröftuglega gegn afnotagjaldinu m. a. með alkunnri múgmennsku og undirskriftum og kveða það niður í eitt skipti fyrir öll og fá mjög takmarkaðar endurbætur á Suðurlandsvegi næsta áratuginn.

Sunnlendingar, þið eigið valið. Er til of mikils mælst að þið notið þær heilasellur sem hver og einn á og skoðið málið í kjölinn.


Bloggfærslur 17. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband