Ætlar Jóhanna að láta uppvöðslusaman kyrjukór draga sig inn í ruglið?

Mér brá ónotalega þegar Jóhanna forsætisráðherra bauð Björku og kyrjukór hennar l inn að fundarborði í Stjórnarráðinu, sem í sjálfu sér var allt í lagi, mér brá  vegna viðbragða hennar. Sjálfsagt að taka á móti fólki sem kemur fram af kurteisi jafnvel þó það sem það leggur fram sé tóm vitleysa.

Því miður lýsti Jóhanna því yfir að  hún vildi gjarnan standa með kyrjukórnum og taka hlut Magma-Energy í HS-Orki eignarnámi, þetta væri í samræmi við stefnu Ríkistjórnarinnar!

Hvernig dettur Jóhönnu önnur eins vitleysa í hug og hversvegna kalla ég það vitleysu að láta sér til hugar koma að fara út í eignarnám?

Vegna þess að Magma-Energy á ekki nokkurn einasta part í íslenskri auðlind. Magma-Energy á ráðandi hlut í orkuvinnslufyrirtæki og hver hættan við það? Ég sé hana ekki, ég hef áður bent á hvort að sé ekki ráðlegra að fá útlendinga til að hætta fjármagni hérlendis og að þeir fái af því nokkurn arð, en að taka lán endalaust hjá útlendum lánastofnunum til að reisa orkuver og borga fyrir það vænar fúlgur úr landi sem vexti.

Hvaða skilaboð er Ríkisstjórnin að senda umheiminum ef hún ræðst að eina útlendingnum sem hefur viljað hætta sinu fé hérlendis eftir Hrun? Er ekki þessi sama Ríkisstjórn sí og æ að boða  að það þurfi að laða að útlenda fjárfesta til að koma með áhættufé inn í landið?

Hvar ætlar Jóhanna að grípa upp 15 milljarða til að staðgreiða eignarnámið? Er hægt að réttlæta hækkandi skatta ef það á að henda gífurlegum fjárhæðum í svona vitleysu eins og þetta hugsanlega eignarnám?

Er rugluliðið í Vinstri grænum farið að smita frá sér inn í Samfylkinguna og getur það verið að forsætisráðherrann og formaður Samfylkingarinnar sé  þar veikastur fyrir?

Ég vona að þeir sem hugsa rökrétt innan Samfylkingarinnar komi vitinu fyrir Jóhönnu svo hún láti ekki framar svona rökleysur frá sér fara.


Bloggfærslur 18. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband