Hæstiréttur ógildir kosningar til Stjórnlagaþings með pólitískum dómi

Þetta eru mikil tíðindi og koma vissulega á óvart. Hér hefur Hæstiréttur kveðið upp pólitískan dóm eins og hann sé pantaður úr Valhöll enda ríkir þar mikil Þórðargleði. Þar fer fremstur hinn nýi varaformaður Sjálfstæðisflokksins Ólöf Nordal. Reynsluleysi hennar á hinum pólitíska vettvangi kemur æ meir í ljós og engu líkara en að hennar eina og sanna fyrirmynd sé reyndar ekki í Sjálfstæðisflokknum, Vigdís Hauksdóttir heitir fyrirmyndin sem er búin að slá öll met í ofstæki og innihaldslausum glamuryrðum.

En hvernig dirfist ég að gagnrýna Hæstarétt? Er hann ekki yfir alla gagnrýni hafinn?

Því hafna ég alfarið og endurtek: dómur Hæstaréttar um ógildingu kosninga til Stjórnlagaþings er pólitískur dómur, til þess gerður að styðja íslenskan stjórnmálaflokk, Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur barist með öllum meðulum gegn Stjórnlagaþinginu og verkefni þess, að skipan yfirstjórnanda flokksins Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins, enda hefur Morgunblaðinu verið stanslaust beitt gegn þessu merka átaki að kjósa til Stjórnlagaþing.

En nú er líklega farið að fjúka í marga (vonandi) og ég skal ekki víkjast undan því að rökstyðja það að dómur Hæstaréttar sé fráleitur og hlutdrægur. Dómstólar eiga að vinna eftir gildandi lögum á tvennan hátt: a) gildandi lagabókstaf b) anda gildandi laga. Þarna er sá gullni meðalvegur sem hver dómstóll verður að feta. Í þessum dómi Hæstaréttar er hver smuga fundin til að fara eftir lagabókstafnum en ekki í neinu hirt um að fara eftir anda laganna. Reyndar hefur sá merki lagaprófessor Eiríkur Tómasson bent á (um leið og hann dregur dóm Hæstaréttar í efa) að ef skírskotunin í lög um Alþingiskosningar hefðu ekki verið í lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings hefði Hæstiréttur ekki getað notað þær smugur sem hann fann til að ógilda lögin.

Þá hefði ekki verið hægt að gera athugasemd við pappaveggina, ekki við kjörseðlana, ekki við kjörkassana eða annað sem Hæstiréttur tíndi til.

Núverandi dómarar við Hæstarétt eru nánast alfarið afsprengi Sjálfstæðisflokksins og skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sá lærdómur af þessum hlutdræga dómi er ekki sístur sá að skipun þeirra sem eru þriðja valdið, dómara, verður að breyta og það strax.  

Og mörgum Sjálfstæðismönnum rennur blóðið til skyldunnar og réttlæta þennan fráleita dóm og réttlæta ekki síður baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn kjöri Sjórnlagaþings og að það fái það verkefni að semja Íslandi nýja Stjórnarskrá.

Í Féttablaðinu í dag (laugard. 29. jan) horfir Þorsteinn Pálsson af sínum Kögunarhóli sem jafnan og þar er þessi makalausa setning:

Sjálfstæðisflokkurinn vildi hins vegar að Alþingi risi undir þessari skyldu sjálft. Það hefði getað tryggt skjótvirkari framgang þeirra stjórnarskrárbreytinga sem kallað er eftir.

Hvar hefur Þorsteinn Pálsson alið manninn eftir að hann sleit barnsskónum? Veit fyrrverandi forsætisráðherra ekki að þetta hefur verið verkefni Aþingis í nær 56 ár eða allt frá því lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944?

Og hver er árangurinn, það ætti Þorsteinn Pálsson að vita mæta vel, árangurinn er enginn! Þrátt fyrir að starfað hafi árum saman Stjórnarskrárnefndir kjörnar af Alþingi, oftast nær undir formennsku Sjálfstæðismanna.

Kosningarnar til að velja fulltrúa á Stjórnlagaþinng var nýjung, það var engan veginn hægt að styðjast við þau lög um kosningar sem gilda í landinu. Þess vegna voru sett sérstök lög um þessar kosningar og þar voru gerð mistök, að vísa í lög um Alþingiskosningar. Enginn hefur efað að kosningarnar fór rétt og skipulega fram, engin efar að þeir 25 fulltrúar sem kjörnir voru voru rétt kjörnir, engum hefur hugkvæmst að eitthvað óheiðarlegt hafi verið við kosningarnar.

Þes vegna átti Sjálfstæðsiflokkurin enga aðra leið færa til að eyðileggja þetta merka framtak en kalla eftir flokkshollustu þeirra sem hann hefur skipað í æðsta dómstól þjóðarinnar, Hæstarétt.


Bloggfærslur 29. janúar 2011

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband