Ástráður Haraldsson var geysilega rökfastur í Kastljósi í gærkvöldi

Eins og venjulega setur Helgi Seljan sig í stellingar saksóknara (svona eins og við sjáum þá í Bandarískum hasarmyndum) þegar hann heldur að nú sé fórnarlamb komið á sakabekkinn. En Ástráður Haraldsson fráfarandi formaður Landskjörstjórnar tók forystuna í þeirra átökum fyrir "réttinum" og satt að segja varð ég mjög með að þrautreyndur lögmaður flutti af sannfæringu þau rök sem ég hef áður sett fram um að Hæstiréttur hafi með úrskurði sínum túlkað lögin eftir strangasta bókstaf en algjörlega horft framhjá anda laganna og þar höfðaði Ástráður til þeirra laga og hefða sem hérlendis hafa gilt um kosningar almennt. Enn og aftur vil ég leiðrétta sjálfan mig og fjölmarga aðra; Hæstiréttur kvað ekki upp dóm heldur úrskurð og það bar honum að gera samkvæmt lögunum um kosningar til Stjórnlagaþings, honum hafði verið falið það illu heilli. Þarna tókust ekki á sækjendur né verjendur, sexmenningarnir hlustuðu ekki á neina nema hver á annan og nú skilaði Jón Steinar ekki sératkvæði enda var enginn í sakleysi sínu að opna útidyr með haglabyssu af því hann vildi endilega ná tali af húsráðanda.

En fullvissan um að Hæstiréttur hafi alltaf rétt fyrir sér birtist víða. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur fer mikinn á vísi.is en þar er hann fastur pistlahöfundur. Ég rakst á pistil hans og þar segir hann m. a:

Þegar almennar kosningar eru dæmdar ógildar af sjálfum Hæstarétti landsins jafngildir það yfirlýsingu um að viðkomandi þjóð sé fákunnandi um lýðræði.

Hvernig rithöfundurinn kemst að þessari niðurstöðu er mér hulið. Kosningarnar voru engan veginn "dæmdar" ógildar heldur "úrskurðaðar" ógildar og á þessu er reginmunur. Það sem brást í kosningunum til Stjórnlagaþings var aðallega tvennt. Alþingi vann sitt löggjafarstarf ekki nógu vel þegar lögin um kosningarnar voru sett. Það var enginn vandi að girða fyrir það að dómarar, sem áttu að úrskurða um lögmæti kosninganna, gætu ekki fundið króka til að kveða upp hlutdrægan og pólitískan úrskurð og ég hef ekki heyrt betri rökstuðning fyrir því en hjá Ástráði Haraldssyni lögfræðingi í gærkvöldi. Hið síðara var að kjósendur brugðust og þá fyrst og fremst sjálfum sér. Krafan um beint og milliliðalaust lýðræði hefur verið hávær frá Hruninu í okt. 2008. Þeir eru eflaust fáir ofar moldu sem  fengu tækifærið í lýðveldiskosningunum 1944. Þegar á reyndi lögðu 2/3 hlutar kjósenda ekki á sig að taka þátt, stór huti af þeim reknir til heimasetu af Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni.

Guðmundur Andri sagði margt fleira í þeim pistli hans sem ég hef minnst á og vitnað í. Guðmundi Andra yrði fagnað ef hann sækti um aðild að Sjálfstæðisflokknum, hann þyrfti ekki að útfylla umsókn, pistillinn yrð tvímælalasut tekinn gildur til inngöngu í flokkinn í Valhöll. 

 

 





 

 


Bloggfærslur 1. febrúar 2011

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband