Það er dapurlegt að Ólafur Ragnar lærði ekkert af hruninu 2008, hann hefur ekki beðið sína heittelskuðu þjóð afsökunar á að hafa flengst með útrásarvíkingum og rússneskum mafíósum um heiminn þveran og endilangan til að færa fram fagnaðarerindið um Ísland sem framtíðarinnar fjármálmiðstöð þar sem London, New York eða Frankfurt mega sín lítils.
Það var dapurlegt að fylgjast með málflutningi Ólags Ragnars á blaðamannfundinum á Bessastöðum þar sem hann tilkynnti að hann mundi vísa samþykktu Icesave frumvarpi til "hins löggjafans", þjóðarinnar. Það var dapurlegt að fylgjast með því að maðurinn sem ég hef stutt til að takast þetta embætti á herðar sér stóð keikur fyrir framan hóp blaðamana, vitandi það að hann var á öllum sjónvarpsskjám landsins, skrumskæla stjórnskipulag Íslanda. Það sem var alvarlegast að hann sem einstaklingur, þó forseti sé, lítilsvirti okkar æðstu valdstofnun, Alþingi, hann lítilsvirti þá samþykkt sem 70% þingmanna stóðu að, hann einn gat tekið ákvörðun sem því miður er réttlætt í Stjórnaskrá lýðveldisins, sýnir enn og aftur að Stjórnarskráin verður að endurskoða.
Ekki er nokkur vafi á að allt þetta brambolt Ólafs Ragnars er fyrsti vísirinn að því að hann ætli að bjóða sig fram til að sitja fimmta kjörtímabilið sem forseti Íslands. Þarna fiskar hann i gruggugu vatni, þar sér hann nýjan meirihluta sér að baki, en það munu líka mjög margir af hans fyrri stuðningsmönnum segja; hingað og ekki lengra.
En Ólafur Ragnar hefur kastað teningnum. Ekki öfunda ég hann af hans nýja baklandi. Þeir sem leiða munu undirbúninginn að kjöri hans til forseta næsta ár eru komnir fram í sviðsljósið. Þar eru Jón Valur, Loftur Altice, Hallur Hallsson, Páll Vilhjálmsson, Frosti Sigurjónsson og úr hópi stjórnmálamanna koma eflaust Sigmundur Davíð og Þór Saari.
Hver veit nema eitt ólíkindatól styðji annað ólíkindatól. Er ekki líklegt að höfuðfjandinn úr fjölmiðlamálinu, Davíð Oddsson, skeiði fram í baráttuna fyrir sínum forna fjandmanni og taki með sér Hannes Hólmstein og Baldur Hermannsson?
Þokkaleg hjörð eða hitt þá heldur!
Bloggfærslur 22. febrúar 2011
Um bloggið
Sigurður Grétar Guðmundsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar