Ég fékk gula spjaldið

Ég hef lítið látið fyrir mér fara hér á blogginu þennan mánuð þó ég hafi lesið það sem þar kemur og satt best að segja hefur umræðan lítið batnað, mikið um innhaldlausar upphrópanir sem fyrr

En ég byrjaði þetta merkilega ár á nokkuð óvæntan hátt, sjónin úr fókus, hægri hendi lömuð og málfarið brenglað. Helgi, okkar ágæti Heilsugæslulæknir hér í Þorlákshöfn reif sig upp og kom til mín samstundis, tveir vaskir sjúkraflutningamenn frá Selfossi fluttu mig á góðum hraða á Borgarspítalann.

Ég minnist sérstaklega á þetta til að þakka öllum þeim ágætu starfsmönnum í heilbrigðisgeiranum sem liðsinntu mér, við eigum sannarleg hæft fólk í heilbrigðisþjónustunni.

En ég hef verð að dunda við það eftir að heim var komið að vinna að eigin endurhæfingu, lyklaborðið er farið að hlýða mér, lesa upphátt Helgu konu mína hvort sem henni líkar betur eða verr,  lauk þar með við tvær frábærar ævisögur um Snorra Sturluson og Vigdísi Finnbogadóttur okkar fyrrum forseta. Ég held að til þess að fá sem bestan skilning á Snorra sé nauðsynlegt að hafa lesið Sturlungu og það oftar en einu sinni. Satt best að segja læddist að mér kaldur hrollur við lestur ævisögu Sturlu. Höfðingjar þá, flestir, voru ekki að hugsa um þjóðarhag heldur að ota sínum tota og vinna þannig að eigin tortímingu og má þar nefna feðgana Sturlu og föður hans Sighvat Sturluson, bróður Snorra, Þorvald Vatnsfirðing, Gissur Þorvaldsson og ekki var sonur Snorra, Órækja, barnanna bestur. Líklega hefur hann verið mesti ruddinn í þessum hópi. Snorri kom honum til valda á Vestfjörðum og þar máttu menn þola ótrúleg og miskunnarlaus rán og yfirgang Órækju. Í öllum þessum djöfulgangi miðjum sat Snorri og samdi sínar einstæðu bókmenntir, maður friðarins og var fyrir vikið sakaður um að vera bleyða.

Og hver urðu örlög hans?

Tengdasonur hans fyrrverandi, Gissur Þorvaldsson, lét læðast að honum að óvörum og myrða.

Eru einhverjar hliðstæður í nútímanum? Hvernig hafa útrásarvíkingarnir hagað sér, þeir hafa aldeilis ekki verið að hugsa um þjóðarhag eða þá ýmsir pótintátar í pólitíkinni. Hafa sumir hverjir pólitíkusanna ekki hugsað meira um það að kom höggi á núverandi ríkisstjórn sem er að moka flórinn eftir óráðsíu fyrri ára?

Það rifjaðist margt upp fyrir mér við lestur ævisögu Vigdísar og sérstakleg hvað margt var illvígt í kosningabaráttu hennar þegar hún fór fyrst í framboð 1980. Ég var þá formaður kosninganefndar Vigdísar í Kópavogi. Þá kynntist ég því hvað konur geta verið konum verstar. Ég vil eftir þennan langa tíma ekki nefna nein nöfn. En merkar konur sem sumar höfðu markað talsverð spor í  söguna, jafnvel konur sem höfðu verið frumkvöðlar í kvennabaráttu, höfnuðu því alfarið að styðja kjör Vigdísar sem forseta.

En Vigdís vann, það var ógleymanleg stund.

En þessi pistill minn átti að vera stutt æfing á lyklaborðinu en það vill oft fara svo að maður fer út um víðanvöll áður en varir. En lyklaborðið hlýðir mér bara bærilega svo það verður ekki látið friði hér eftir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Velkominn aftur á Mogga bloggið, vonandi færðu fulla heilsu sem fyrst.

Reyndi alltaf að lesa pistlana þína meðan þú varst hjá Mogganum,þó ég væri ekki í pípulögnum.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góðan daginn Sigurður ég vona að þú náir góðri heylsu sem fyrst, og hafir það sem allra best, þetta með blöðin mér er nú nokkuð sama við hvorn þjófin´ég versla, en mér finnst vera meyra efni í mogganum, svona fyrir utan stjórnmálin, en hvað um það, það hefur hver sína skoðun á málunum sem betur fer vont ef allir hugsuðu eins.

kv Bláskjár

Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2010 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Grétar Guðmundsson

Höfundur

Sigurður Grétar Guðmundsson
Sigurður Grétar Guðmundsson
Er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi, býr í Þorlákshöfn. Höfundur "Lagnafrétta" í Fasteignablaði Mbl. í 16 ár
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...Djúpós
  • ...Kötluhlaup
  • ...Kötluhlaup
  • picture 3 1052200.png
  • ...osum_991993

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband